Sif Sigmarsdóttir, rithöfundur og pistlahöfundur hefur verið búsett í London um árabil eða frá árinu 2002.
Pistlar Sifjar, sem birst hafa í Fréttablaðinu, RÚV, Morgunblaðinu og nú reglulega í Heimildinni, hafa jafnan vakið athygli, enda beittir á málefni samtímans.
Sif hefur gefið út nokkrar bækur fyrir börn og ungmenni, síðast Banvæn snjókorn árið 2021, sem kom fyrst út á ensku undir nafninu The Sharp Edge of a Snowflake.
Nú vendir Sif kvæði sínu í kross því í október kemur fyrsta skáldsaga hennar fyrir fullorðna út hjá Benedikt, undir heitinu Allt sem við hefðum getað orðið.