fbpx
Mánudagur 15.desember 2025
Fókus

Eigendaskipti stórleikara á Stálhúsinu

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 19. september 2025 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikarinn Austin Butler hefur keypt hús leikarans Brads Pitts í Los Angeles fyrir 5,2 milljónir dala.

Í júní síðastliðnum var innbrot framið í húsinu og greindi talsmaður lögreglunnar í Los Angeles frá því að þrír væru grunaðir um innbrot þann 25. júní, eftir að hafa klifrað yfir girðingu og brotist inn um glugga að framan.

Þjófarnir flúðu af vettvangi með óþekkt magn af munum. Pitt var í burtu á blaðamannaferðalagi fyrir kvikmyndina F1 á meðan innbrotið átti sér stað og fór á frumsýningar á rauða dreglinum í New York, Mexíkó og London.

Pitt keypti húsið, sem þekkt er sem Stálhúsið fyrir 5,2 milljónir dala í apríl árið 2023 í makaskiptum af olíuerfingjanum Aileen Getty. Hún keypti fyrra hús Pitt á sama svæði fyrir 33 milljónir dala.

Húsið er 185 fermetrar, og þar eru meðal annars þrjú svefnherbergi og tvö baðhrebergi, innbyggt lúxusgufubað og stór útisundlaug.

Pitt keypti fyrr í mánuðinum eign í Hollywood Hills að verðmæti 12 milljóna dala.

Rúmgóða eignin, sem er 780 fermetrar, er í spænskum stíl og býður upp á sex svefnherbergi og átta baðherbergi, auk kvikmyndahúss, arins og sundlaugar, en það voru öryggisbúnaður hússins sem gerði útslagið fyrir Pitt.

„Hann vildi stað sem gæti boðið upp á besta mögulega öryggiskerfi og friðhelgi og þessi staður vakti athygli hans,“ útskýrði heimildarmaður við The Post um húsið, sem var áður í eigu gítarleikara The Killers, Dave Keuning, og konu hans, Emilie Keuning. „Löngu áður en innbrot varð í heimili hans var öryggi alltaf forgangsverkefni.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga

Stjórnarformaður spænska ríkissjónvarpsins ánægður með Íslendinga
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug

Myndband af grínistanum í annarlegu ástandi vekur óhug
Fókus
Fyrir 4 dögum

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“

Litlu munaði hjá ferðamanni – „Það er mjög mikilvægt að þú hlustir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm

Ávani eiginkonunnar gerir hann brjálaðan – en netverjar segja honum að líta í eigin barm
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér

Leonardo DiCaprio opinberar hvers vegna hann hylur andlitið á sér
Fókus
Fyrir 6 dögum

Eiginkonan gómaði hann og vill að hann velji – „En það er ekki svona auðvelt“

Eiginkonan gómaði hann og vill að hann velji – „En það er ekki svona auðvelt“