fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Fókus

Það vex á mér vömbin og spikið!

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 16. september 2025 13:39

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Út er komin bókin Jóna – atkvæði og ambögur eftir Jón Ingvar Jónsson, sem lést  langt fyrir aldur fram árið 2022. Vinur hans og skólabróðir, Simon Jón Jóhannsson, hafði með ritstjórnina að gera og hann segir svo um skáldið: „Jón Ingvar lék sér alla tíð með orð, var hnyttinn og hafði gaman af því að fara hárfínt yfir strikið. Hann lét sér fátt óviðkomandi og alls staðar er stutt í dillandi húmor og galgopahátt í kveðskap hans.“

Grípum niður í bókina og hefjum leikinn á sjálfslýsingu höfundarins:

Ég hef alveg afleit gen,

enda fól og glanni,

rætinn, þver og illgjarn en

annars gull af manni.

 

Fólk er nafn sem fær að vara

fáein ár og deyr.

Ég er sjálfur jafnvel bara

Jón og ekkert meir.

 

Það vex á mér vömbin og spikið,

svo varla mér líst nú á blikið.

Vömbin út tútnar

til vinstri og þrútnar

svo helvíti hratt og svo mikið.

 

Áður helst minn hróður jók

hárið þykkt og mikið.

Drottinn gaf og drottinn tók,

drottinn fór yfir strikið.

Skriftir

Það er ekki hægt að húka
heilan dag við tölvuskjá.
Maður þarf að míga, kúka
matast, hvílast, sofa hjá.

Útleggingar af boðorðunum tíu

  1. Jafnvel þó að þú sért oft í þrusu stuði,

ekki hafa aðra guði.

 

  1. Aldrei máttu, utan jafnt sem innan veggja,

Herrans nafn við hégóm leggja.

 

  1. Hvíldardaginn, dilla þér þó dátt þú vildir,

heilagan samt halda skyldir.

 

  1. Foreldrarnir bjóða og banna, blessuð grjónin,

ætíð skaltu heiðra hjónin.

 

  1. Þótt um afbrot ýmsir vilji aðra saka,

annars líf má aldrei taka.

 

  1. Vertu ætíð vænn og góður við þinn maka,

fráleitt máttu framhjá taka.

 

  1. Ýmist glingur eignast fólk, það er á hreinu,

ekki hnupla af því neinu.

 

  1. Ekki rægja eða skrökva upp á grannann

og líka heldur engan annan.

 

  1. Ekki girnast grannans hús né glæsivillu

þó að kosti meira en millu.

 

  1. Ekki girnast ambátt grannans eða þræla,

í frú hans áttu ekki að pæla.

 

Um aðrar grannans eignir skaltu ekki hugsa.

Það gildir jafnt um asna og uxa.

 

Niðurlag:

Elskurík þið yfir börnum ykkar vakið

og heilum vagni heim nú akið.

Þetta er bara lítið brot af snilldarkveðskap Jóns Ingvars í bókinni Jónu sem Bókaútgáfan Hólar gefur út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“

Sveindís hitti loks líffræðilega móður sína þegar hún var kistulögð –„Þegar ég horfði niður í kistuna sá ég sjálfa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“

„Ég fann að ég er nógu sterk til þess að standa með sjálfri mér og berjast“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf

Kynlíf með kærastanum er ótrúlegt – En það sem hún fann í tölvunni sneri veröld hennar á hvolf
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“

Kogga og Magnús giftu sig á dánarbeði hans – „Hann náði að segja já, svo var hann farinn“