fbpx
Miðvikudagur 17.desember 2025
Fókus

Mýkt er kærkomin haustbyrjun fyrir prjónaunnendur

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 4. september 2025 17:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mýkt, glæsileg prjónabók, inniheldur 22 uppskriftir að sígildum kvenflíkum; opnum og heilum peysum, ermalausum toppum, húfum, sjölum, sokkum og handstúkum. Falleg kaðlamynstur og gataprjón einkenna hönnunina og hvarvetna er hugsað út í fínleg smáatriði. Flestar uppskriftanna bjóða upp á fjölbreyttar stærðir auk þess sem verkefnin í bókinni henta bæði byrjendum og lengra komnum.

Sari Nordlund er einn af vinsælustu prjónahönnuðum Finnlands, þekkt fyrir vel sniðnar flíkur og vandaðar uppskriftir. Markmið hennar er að hanna sígildan fatnað sem gleður eigandann árum saman.

Guðrún Hannele Henttinen þýddi bókina sem er bók mánaðarins hjá Forlaginu.

Hér fyrir neðan er uppskrift að treflinum TERPSÍKORA, sem birt er með góðfúslegu leyfi Forlagsins. Prjónaunnendur og einnig byrjendur sem vilja læra tökin á prjónamennsku geta látið sig hlakka til því um helgina verður útgáfu bókarinnar fagnað í Storkinum, þar sem boðið verður upp á kaffi og veitingar, og að lokum samprjón á TERPSÍKORA.

Síðar í mánuðinum verður námskeið fyrir byrjendur í prjóni, í Petiteknit peysuprjóni og leikfangahekli. Samprjón á Champagne jakkapeysu verður svo 24. september. Storkurinn er í Síðumúla 20, Reykjavík og sjá má haustdagskrá hér neðst í greininni.

Haustdagskrá Storksins:

Sari Nordlund dagur verður laugardaginn 6. sept.

Samprjón á Terpsíkora treflinum hefst 6. sept.

Námskeið í Petiteknit peysuprjóni hefst 16. sept.

Námskeið fyrir byrjendur í prjóni hefst 18. sept.

Samprjón á Champagne jakkapeysunni hefst 24. sept.

Námskeið í leikfangahekli hefst 7. okt.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“

„Hann pikkaði mig upp á bar með línunni: Hef ég séð þig áður?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða

Ný rannsókn bendir til heilsufarsáhættu af húðflúrum – Blekið gerir ónæmiskerfinu engan greiða
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí

Bókinni ætlað að kynna börn fyrir veiði og gefa skjánum frí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“

Líkaminn setti Önnu í skammarkrók – „Svo slæmt að ég komst ekki fram úr rúminu“