fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fókus

Elton reynir að miðla málum í Beckham-deilunni

Fókus
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 17:30

Elton John með eiginmanni sínum David Furnish.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistargoðsögnin Sir Elton John hefur lagt sitt lóð á vogaskálirnar við að miðla málum í fjölskyldudeilu Brooklyn Beckham og eiginkonu hans, Nicolu Peltz, við foreldra hans, David og Victoriu Beckham. Elton, sem hefur verið vinur hjónanna í þrjá áratugi og er guðfaðir Brooklyn, bauð parinu unga í dýrindis hádegisverð á veitingastaðnum La Guerite í Suður-Frakklandi ásamt eiginmanni sínum, David Furnish.

Samkvæmt heimildum The Sun nýtti sir Elton tækifærið til að ræða stuttlega um ósættið innan fjölskyldunnar og hvatti guðson sinn til þess að reyna að sættast við foreldra sína. Heimildarmaður segir að Elton taki hlutverk sitt sem guðfaðir alvarlega og vilji einungis frið frá fjölskyldudeilunum . „Hann tekur ekki afstöðu – hann elskar Brooklyn og hefur gaman af Nicolu. Hann vill bara að allir verði sáttir.“

Nicola hefur þó áfram vakið athygli fyrir að halda góðri fjarlægð  frá fjölskyldunni. Hún og Brooklyn munu hvorki koma fram í væntanlegri Netflix heimildaþáttaröð Victoriu né hafa þau nýlega hitt systur Brooklyn, Harper, þrátt fyrir að vera í London skammt frá heimili fjölskyldunnar.

Þrátt fyrir allt virtist stemningin góð við matarboðið – Nicola glöð með Aperol Spritz í hendi og Elton sem greiddi reikninginn sem var í stærra laginu.

Hvort tónlistargoðsögnin nái að sameina fjölskylduna á ný er enn óljóst – en hann virðist leggja sig fram við að reyna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi

Svona hafði hún efni á „dýra“ Íslandi
Fókus
Í gær

Ráðherra á von á barni

Ráðherra á von á barni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“

Ekki gera þetta áður en þú eldar kjúkling: „Bjóða hættunni heim“
Fókus
Fyrir 2 dögum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna

Matvörurnar sem eru hættar í framleiðslu en Íslendingar sakna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda

Helena hættir við þátttöku í Miss Universe í Tælandi vegna veikinda
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“