fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
Fókus

Bókari klámstjarnanna: Afhjúpar það mesta sem viðskiptavinur hefur skuldað skattinum

Fókus
Fimmtudaginn 10. júlí 2025 09:18

Linda Mirams var strippari áður en hún varð bókari.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin ástralska Linda Mirams er bókari og greinir frá því hvernig er að starfa fyrir einstaklinga í klám- og kynlífsiðnaðinum.

Upp úr aldamótum starfaði Linda sem strippari og þurfti að ráða bókara til að hjálpa sér að fylla út skattaskýrsluna, en eftir „óþægilegt og skrýtið“ viðmót frá bókara sem tók henni ekki alvarlega, ákvað hún að taka málin í eigin hendur. Hún byrjaði einnig að sjá um bókhald fleiri kvenna á strippstaðnum og endaði með að fara í bókhaldsnám.

Hún rekur núna fyrirtækið Empire Industry Finance og aðstoðar klámstjörnur, fatafellur og aðra í kynlífsiðnaðinum.

Ekki hægt að svíkja undan skatti

Það er nóg að gera hjá Lindu, þökk sér stórauknum vinsældum OnlyFans síðastliðin fimm ár.

Hún segir í samtali við News.com.au að hún hefur „séð þetta allt saman“, allt frá viðskiptavinum sem passa vel upp á hverja krónu, í þá sem eyða öllu og eiga ekkert eftir þegar kemur að því að gera upp skattinn.

Linda, 42 ára, segir að áður fyrr, þegar OnlyFans var að byrja, hafi kannski verið hægt að svíkja undan skatti en það sé ekki hægt í dag þar sem OnlyFans leggur beint inn á bankareikning notenda.

„Stærstu mistökin sem þú getur gert er að stinga hausnum í sandinn og ætla að díla við þetta seinna,“ segir hún.

Mynd/Instagram hjá Empire Industry Finance

Yfir hundrað milljón króna skuld

Linda segir að hún hefur séð hvað getur gerst ef þú hunsar skattinn.

„Það er erfitt að ná tökum á skuldinni ef þú ert alltaf að elta skottið á þér. Það mesta sem viðskiptavinur minn hefur skuldað eru 104 milljónir,“ segir Linda og bætir við að það hafi verið erfitt að segja OnlyFans-stjörnunni frá skuldinni því hún vissi að hún gæti ekki borgað hana.

„Ímyndaðu þér að reyna að sofna að kvöldi til með 104 milljón króna skattaskuld.“

En sem betur er það ekki venjan að viðskiptavinir hennar skuldi skattinum, hún segir að flestir séu snjallir þegar kemur að viðskiptum og fjármálum.

„Við erum með viðskiptavini sem eru að þéna á milli 8 til 64 milljónir á mánuði. Það er ákveðinn léttir þegar þú segir í lok ársfjórðungs að skuldin sé 20 milljónir og það er svo búið að greiða hana innan fimm mínútna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ozempic breytti lífi mínu – En svo sagði eiginmaður minn orðin sex sem engin kona vill heyra“

„Ozempic breytti lífi mínu – En svo sagði eiginmaður minn orðin sex sem engin kona vill heyra“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“

Bandarísk kona hneyksluð eftir heimsókn í íslenska verslun: „Af hverju horfði hún á mig eins og ég hefði beðið um heróín?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu

Forsetahjónin fögnuðu 95 ára starfsemi í Sólheimum – Halla krýnd kærleiksorðu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum

Fagnaði 4. júlí með sjaldséðum bikinímyndum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London
Fókus
Fyrir 6 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig