fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

Ósætti milli stjörnuvinkvennanna – Sögð hóta að birta einkaskilaboð síðustu 10 ára

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 16. maí 2025 12:30

Swift og Lively. Mynd: Getty.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinátta leikkonunnar Blake Lively og tónlistarkonunnar Taylor Swift er á hálum ís vegna málaferla þeirra fyrrnefndu við leikstjórann og leikarann Justin Baldoni.

„Vinátta þeirra er í biðstöðu“ sagði heimildamaður við People Thursday. „Taylor vill ekki eiga neinn þátt í þessu drama.“ Annar heimildamaður segir vináttu þeirra enn til staðar, þó þær séu að taka sér smá pásu hvor frá annarri.

Sjá einnig: Ástin logaði á hvíta tjaldinu – Ásakanir um kynferðislega áreitni, ofbeldi og einelti loga nú milli stjarnanna

Page Six fjallar um og segir „Bad Blood“ ríkja á milli vinkvennanna og vísar þar til samnefnds lags Swift frá árinu 2014. Lagið fjallar um svik náins vinar og var samið um vinslit Swift og rapparans Kanye West.

Lögfræðingar Baldoni og Wayfarer Studios stefndu Swift sem vitni í dómsmáli Baldoni og Lively. Réttarhöldin eiga að hefjast í mars 2026, en lögfræðiteymi Swift freistar þess nú að stefnunni verði vísað frá.

Á miðvikudag bárust fréttir af því að lögfræðingar Baldoni sökuðu lögfræðinga Lively um að hafa hótað að birta textaskilaboð á milli vinkvennanna ef Swift neitaði að styðja Lively opinberlega í dómsmálinu. Page Six segist hafa skjöl undir höndum þar sem kemur fram að lögmaður Lively, Michael Gottlieb, „krafðist þess að Swift birti stuðningsyfirlýsingu við Lively, þar sem hann gaf í skyn að ef Swift neitaði að gera það, yrðu einkaskilaboð af persónulegum toga í vörslu Lively gefin út.“ Í skjölunum komi fram að ef ekki væri farið að ákvæðum myndi leikkonan „gefa út „tíu ára“ einkaskilaboð“ á milli hennar og Swift.“

Baldoni og Lively í hlutverkum sínum.

Í öðrum skjölum er fullyrt að Lively hafi beðið Swift um að eyða öllum skilaboðum sem þær hafi sent sín á milli á þeim tíma sem dómsmálið tekur til. Í yfirlýsingu til Page Six neitar lögmaðurinn Gottlieb þessum fullyrðingum.

„Taylor Swift steig aldrei fæti á tökustað þessarar myndar, hún tók ekki þátt í leikaravali eða skapandi ákvörðunum, hún samdi ekki tónlist fyrir myndina, hún sá hluta af myndinni  eða skrifaði neinar athugasemdir við myndina, hún sá ekki einu sinni „It Ends With Us“ fyrr en vikum eftir opinbera birtingu hennar og var á ferðalagi um hnöttinn á árunum 2023 og 2024,“ sagði í yfirlýsingu frá fulltrúa Swift.

Lively er greinilega sammála því, þar sem fulltrúi hennar kallaði Baldoni „hrekkjusvín“ vegna stefnunnar gegn Swift og sagði að Baldoni og lögmenn hans „haldi áfram að breyta kynferðislegri áreitni og hefndaraðgerðum í skemmtun fyrir blöðin.“

„Þeir halda áfram að hræða opinberlega, leggja í einelti, skamma og ráðast á réttindi og orðstír kvenna,“ sagði fulltrúi Lively í yfirlýsingu til Page Six.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“

Lína Birgitta borðar alltaf það sama í morgunmat – „Ástæðan er mjög einföld“
Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“

„Ég hef verið kölluð barnaníðingur því kærasta mín lítur út eins og 13 ára drengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti

Dramatíska þyngdartapið sem vakti óhug og varð til þess að þjálfari hætti
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“

Hjálmar Örn játaði 40 ára gamalt bernskubrek – „Síðasti þáttur fyrir sumarfrí kom á DV með rúðurnar og löggumálið“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn

Svona lítur barnastjarnan út 10 árum eftir að hann sló í gegn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“

Var rukkuð 44 þúsund krónur á hárgreiðslustofunni – „Verðlag á Íslandi er orðið eitthvað illa skakkt“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið