fbpx
Laugardagur 10.maí 2025
Fókus

Svava Grétars selur íbúðina í Reykjavík

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 9. maí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir er að flytja á heimaslóðir í Vestmannaeyjum og hefur sett íbúðina í Reykjavík á sölu.

Svava, sem hætti hjá Stöð 2 fyrir flutningana, ræddi um heimabæinn í Fókus, viðtalsþætti DV, í desember í fyrra.

Sjá einnig: Svava Kristín hættir hjá Stöð 2 – „Mér líður smá eins og ég sé að skrifa minningargrein“

Hún sagði að það væri ekki spurning hvort hún myndi snúa aftur til Eyja, heldur væri spurningin bara hvenær.

„Ég var fyrir löngu síðan búin að ákveða það eftir að ég flutti til Reykjavíkur árið 2011. Ég vissi alltaf að ég færi aftur til Eyja og ef ég myndi eignast barn þá myndi ég fara til Eyja um leið og barnið hefði svona orðið vit, því að þetta er besta gjöf sem ég get gefið barni, að fá að alast upp í Vestmannaeyjum. Ég gæti ekki gefið barninu mínu betri og dýrmætari gjöf en það. Þegar ég lít til baka þá eru þetta mín mestu forréttindi í lífinu, að hafa fengið að alast upp í Eyjum og að fá að alast upp sem Eyjamaður, það er ekkert sem toppar það og ef ég get gefið barninu mínu þá dýrmætu gjöf þá að sjálfsögðu geri ég það,“ sagði hún.

Sjá einnig: Svava Kristín: „Ég gæti ekki gefið barninu mínu betri og dýrmætari gjöf“

Rúmgóð eign í Reykjavík

Íbúð Svövu í Reykjavík er í Hvassaleiti 30 og er stærð íbúðarrýmis 128 fermetra, herbergi í kjallara er 13,6 fermetrar, geymsla 7,4 fermetrar og bílskúr 20,7 fermetrar. Samtals er eignin 169,7 fermetrar. Ásett verð er 99,9 milljónir.

Hægt er að lesa nánar um eignina og skoða fleiri myndir á fasteignavef DV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára

Barnastjarnan opnar sig um erfiðleika síðustu ára
Fókus
Í gær

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“

Bókin sem Fanney segir að allir ættu að lesa – „Hún fær fólk til að átta sig á hvað það raunverulega vill út úr lífinu“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins

Rýfur þögnina um samstarfið með Walton Goggins
Fókus
Fyrir 2 dögum

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika

Versta martröð Victoriu Beckham orðin að veruleika
Fókus
Fyrir 3 dögum

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna

Manst þú eftir „fallegustu stúlku veraldar“? – Svona lítur hún út 14 árum seinna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala

Rihanna ólétt og frumsýndi kúluna fyrir Met Gala