fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Manstu eftir tvíburasystrunum úr The Shining? Svona líta þær út í dag

Fókus
Mánudaginn 5. maí 2025 21:30

Systurnar voru 11 ára þegar þær léku í myndinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ein þekktasta hryllingsmynd kvikmyndasögunnar er án efa The Shining frá 1980 í leikstjórn Stanley Kubrick.

Aðdáendur þessarar þekktu myndar, sem skartaði Jack Nicholson og Shelley Duvall í aðalhlutverkum, muna vafalaust eftir Grady-systrunum sem bregður fyrir í stutta stund í myndinni. Þó að þær hafi aðeins komið fram í einu atriði er atriðið eitt það þekktasta í hryllingsmyndasögunni.

Það voru systurnar Lisa og Louise Burns sem fóru með hlutverk systranna og þær leyfa aðdáendum myndarinnar að fylgjast með sér í gegnum Facebook-síðuna Shining Twins.

Margir bjuggust við því að systurnar létu meira að sér kveða á hvíta tjaldinu eftir hlutverkið í The Shining en þær völdu þó að fara aðra leið í lífinu. Lisa er til dæmis lögfræðingur á meðan Louise hefur starfað sem vísindamaður og gefið út efni í tengslum við rannsóknir sínar.

Í viðtali við Daily Mail árið 2015 rifjuðu systurnar upp hvernig það var að taka þátt í gerð þessarar eftirminnilegu myndar og sögðu þær að það hefði verið einstök lífsreynsla og mjög skemmtileg.

„Okkur leið eins og heppnustu börnum í heimi að fá að vera þarna,“ sögðu þær og fóru sérstaklega hlýjum orðum um Jack Nicholson sem tók þær undir sinn verndarvæng og var þeim sem faðir á meðan á tökum stóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið

Náði ekki fyrsta laxinum þetta árið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“

Týndi sér í móðurhlutverkinu: „Ég fann að ég þyrfti núna að staldra aðeins við og hugsa hvað vil ég, hver er ég“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þekkt söngkona lést í eldsvoða

Þekkt söngkona lést í eldsvoða
Fókus
Fyrir 4 dögum

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur

Beggi Ólafs uppljóstrar leyndarmálinu á bak við áhugann á meðan hann talar við bikiníklæddar konur