fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Fókus

Missti ömmu sína sama kvöld og hún steig á svið – „Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Fimmtudaginn 27. febrúar 2025 12:30

Birgitta Ólafsdóttir. Mynd/Alex Snær

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Birgitta Ólafsdóttir, eða BIRGO eins og hún er betur þekkt, flutti lagið Ég flýg í storminn á fyrra undanúrslitakvöldi Söngvakeppni sjónvarpsins og er óhætt að segja að það hafi verið aldeilis stormur í kjölfarið.

Birgitta komst ekki áfram í úrslit í kjölfar símakosningar og vakti það mikla athygli, undrun og jafnvel hneykslun hjá Eurovision aðdáendum um Evrópu alla.

Birgitta er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV. Það er hægt að horfa á þáttinn hér að neðan eða hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

„Ég hef alltaf viljað taka þátt í Eurovision og það hefur verið minn stærsti draumur frá því að ég var lítil,“ segir Birgitta.

„Ég fékk skilaboð frá Shawn Myers á Instagram, sem er algjör Eurovision-séní. Hefur sent lög fyrir fullt af löndum inn í keppnina. Ég bara missti vitið þegar hann heyrði í mér, að hann vildi gera lag með mér,“ segir Birgitta hlæjandi.

Þetta var önnur tilraun þeirra en þau sendu inn lag líka fyrir keppnina í fyrra en komust ekki áfram. „Það var náttúrulegt að halda áfram og sníða eitthvað alveg að röddinni minni.“

Rosaleg viðbrögð

Eins og fyrr segir létu viðbrögðin hérlendis og erlendis ekki á sér standa þegar Birgitta komst ekki áfram. Myndbandið af flutningi hennar frá kvöldinu hefur fengið yfir 52 þúsundir áhorfa og yfir 550 manns hafa skrifað athugasemd við það.

Sjá einnig: Eurovision-samfélagið á Íslandi og erlendis nötrar eftir Söngvakeppnina – „Ég mun hunsa Ísland í ár. Núll stig!“

Aðspurð hvernig henni hafi liðið þegar hún las allar fallegu kveðjurnar og sá stuðninginn sem hún var að fá segir Birgitta: „Ég var bara… Vá.“

Hún kaus að líta á þetta með jákvæðum augum. „Ég hugsaði að þetta væri miklu betra en að fara í úrslitin og lenda kannski í þriðja og fjórða sæti […] Svo mikil ást og stuðningur frá öllum. Ég gat ekki verið leið,“ segir hún brosandi.

Það var alltaf draumur Birgittu og ömmu hennar að fara í Eurovision.

Missti ömmu sína sama kvöld

Kvöldið var einstakt en líka erfitt.

„Sama kvöld lést amma mín. Þetta var alltaf draumurinn okkar, að komast í Eurovision og syngja. Hún var orðin mjög veik, en það eina sem hún sagði á kvöldinu: „Ég þarf að sjá Birgittu, ég þarf að sjá hana syngja.“ Hún fékk að sjá mig og kvaddi svo þennan heim,“ segir Birgitta.

Amma hennar var mjög stolt af henni. „Síðustu orð hennar voru: Fallega, fallega Birgitta mín,“ segir hún brosandi.

Birgitta ætlar alls ekki að gefast upp og stefnir að taka aftur þátt á næsta ári. „Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá erum við byrjuð að vinna í lagi fyrir næsta ár,“ segir hún hlæjandi.

Fylgdu Birgittu á Instagram, TikTok og hlustaðu á tónlistina hennar á Spotify

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“

Vikan á Instagram – „Að stíga út fyrir þægindarammann tók sinn tíma“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já

Jóhanna Guðrún og Ólafur sögðu já
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega

Hvíta húsið sendir frá sér yfirlýsingu eftir að South Park skemmti skrattanum rækilega
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 6 dögum

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?

Þýðir eitthvað fyrir Dani að tala dönsku á Íslandi?
Fókus
Fyrir 6 dögum

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu

Sakar milljarðamæringinn um að hafa neytt sig til fegrunaraðgerða og vændiskaup í sláandi skilnaðarkröfu
Hide picture