fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Aðdáendur Taylor Swift hefndu sín grimmilega

Fókus
Miðvikudaginn 12. febrúar 2025 09:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og flestir vita er bandaríska tónlistarkonan Taylor Swift í ástarsambandi með NFL-leikmanninum Travis Kelce. Kelce var í eldlínunni á sunnudagskvöld þegar lið hans Kansas City Chiefs mætti Philadelpia Eagles í Ofurskálinni svokölluðu.

Philadelphia fór með öruggan sigur af hólmi, 40-22, og eftir leik skaut CJ Gardner-Johnson, einn af stjórnuleikmönnum liðsins, á Kelce á samfélagsmiðlum. Það fór ekki vel í aðdáendur Taylor Swift sem gripu til þess ráðs að dæla inn á netið neikvæðum umsögnum um veitingastað sem móðir CJ, Delatron Johnson, rekur í Flórída og heitir Kings Grill.

„Hræðileg þjónusta og maturinn undir meðallagi,“ sagði til dæmis í einni umsögninni.

New York Post fjallar um málið og segir Delatron að hún hafi vart vitað hvaðan á sig stóð veðrið þegar heill haugur af fólki byrjaði að gefa staðnum hennar 1 stjörnu. Hún fékk síðar upplýsingar um hvað væri í gangi og að aðdáendur Swift og Kelce hefðu þarna verið að verki.

Delatron segist ekki ætla að taka þetta nærri sér enda hafi staðurinn verið lokaður síðan 25. janúar síðastliðinn. „Við erum að selja staðinn þannig að þetta hefur engin áhrif á okkur,“ segir hún.

Delatron segir að kjafturinn á syni hennar hafi vissulega stundum komið honum í vandræði.

„Við höfum átt við þetta síðan hann  var barn,“ segir hún og bætir við að sonur hennar hafi ekkert breyst. „En hann getur bakkað upp það sem hann segir og ég get það líka,“ segir hún.

Færslan sem gerði allt brjálað.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fókus
Í gær

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Í gær

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“

Vikan á Instagram – Ber að ofan í „Sexico“