fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

„Feit vinkona mín byrjaði á Ozempic og getur ekki hætt að tala um það“

Fókus
Föstudaginn 7. febrúar 2025 13:06

Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég er feit, besta vinkona mín líka. Við höfum í gegnum árin deilt sömu skoðun á megrunarmenningu og öllu því tengdu. En fyrir um mánuði síðan þá sagði hún mér að hún væri að byrja á Ozempic.“

Svona hefst pistill konu sem kemur fram í skjóli nafnleysis á Reddit. Hún leitar ráða hjá netverjum.

„Ég var glöð fyrir hennar hönd. Þetta er ekki persónulega minn tebolli, en hún virtist mjög spennt og ég er alltaf glöð þegar vinir mínir eru glaðir,“ segir konan.

„En síðan þá hef ég tekið eftir hegðunarmynstri hjá henni sem veldur mér áhyggjum,“ segir hún og útskýrir nánar:

„Hún er með Ozempic, þyngdartap og mat á heilanum. Um daginn vorum við í bröns saman og hún talaði nánast stanslaust um það. Þegar ég sagði henni hversu spennt ég væri að prófa latkes (sérréttur hjá veitingastaðnum) þá hló hún og sagðist ekki geta borðað það lengur því maginn hennar er „svo lítill“ á Ozempic.

Síðan 10 mínútum seinna hætti hún ekki að tala um hversu ánægð hún væri með að hafa misst tæp fjögur kíló þá viku. Hún sagði mér síðan í smáatriðum um hvernig er að stinga sig með nálinni, gaf mér ráð og alls konar sem hún hefur lært á Ozempic.“

Konan segir að umrædd máltíð hafi alls ekki verið eindæmi. „Hún talar um þetta í hópsamræðunum okkar á samfélagsmiðlum, skilaboðum okkar á milli og þegar við hittumst. Ég er búin að heyra fullt af sögum um „matarlæti“ (e. food noise) og skrýtnar aukaverkanir,“ segir hún.

„Hingað til hef ég bara hlustað og reynt að láta eins og þetta sé eins og hvert annað umræðuefni (ég samt spyr oftast ekki spurninga út í málefnið) því þetta virðist skipta hana máli og ég vil ekki loka á vinkonu mína þegar hún er að deila með mér einhverju stóru sem er í gangi í lífi hennar.

En, ef ég á að vera alveg hreinskilin þá lætur allt þetta þyngdartapstal mér líða illa með mig sjálfa.“

Konan biður netverja um ráð. „Ég er að bíða aðeins lengur og vona að hún róist aðeins, að þetta sé bara svona spennandi meðan þetta er nýtt, áður en ég reyni að tala um þetta við hana. Ég er hrædd um að móðga hana eða að hún haldi að ég sé afbrýðisöm.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi