fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Ekkja Stephen Boss segir að hann hafi aldrei verið samur eftir Ayahuasca-athöfn

Fókus
Fimmtudaginn 6. febrúar 2025 14:29

Allison og Stephen. Mynd/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stephen „tWitch“ Boss lést í desember 2022, aðeins 40 ára að aldri. Hann skildi eftir sig eiginkonu, Allison Holker, og þrjú börn.

Stephen sló eftirminnilega í gegn í dansþáttunum So You Think You Can Dance árið 2008 þar sem hann lenti í öðru sæti og eignaðist fjölda dyggra aðdáenda. Síðan gerði hann garðinn enn frægari þegar hann var ráðinn sem plötusnúður í spjallþáttum Ellen DeGeneres árið 2014.

Allison opnar sig um aðdragandann að sjálfsvígi eiginmanns síns í sjálfsævisögunni This Far: My Story of Love, Loss and Embracing The Lights. Hún segir að hann hafi breyst eftir að hann fór í Ayahuasca-athöfn, en um er að ræða athöfn þar sem fólk notar Ayahuasca sem er ofskynjunarlyf/hugvíkkandi efni.

Allison segir að hún hafi tekið eftir mikilli breytingu hjá Stephen í kjölfarið. „Hann var hvorki hamingjusamur né örlátur lengur,“ segir hún.

„Mér líður eins og hjarta hans hafi ekki lengur verið á sama stað eftir að hann kom til baka.“

„Hann gat enn verið glaður og sett á sig bros til að komast í gegnum daginn, en það var eins og að það væri eitthvað horfið úr augum hans,“ segir hún og bætir við að það hafi verið eins og hann hafi „opnað á eitthvað en aldrei jafnað sig almennilega og tekist að komast undan því.“

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss

Skildi ekkert í fáklæddu konunni við Skógafoss
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“

Erla vill seinka klukkunni: „Með breytingunni gætu börn verið í dagsbirtu nánast alla skóladaga“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“

„Við eigum aldrei að slaufa fólki fyrir skoðanir sínar og allra síst á ríkið að vera að stjórna því hvaða tjáning er leyfileg“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld