fbpx
Föstudagur 23.maí 2025
Fókus

Ellý brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision – „Þetta finnst mér sérstakt“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 1. janúar 2025 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spákonunni Ellý Ármannsdóttur var frekar brugðið þegar hún spáði fyrir þátttöku Íslands í Eurovision.

Ellý er gestur í nýjasta þætti af Fókus, spjallþætti DV. Um er að ræða sérstakan áramótaþátt þar sem Ellý spáir fyrir mörgum þekktum andlitum sem voru til umræðu á nýliðnu ári. Til að mynda fyrrverandi forsetahjónunum, Guðna Th. Jóhannessyni og Elizu Reid, blaðamanninnum Þórði Snæ Júlíussyni og fyrrverandi forsætisráðherranum Katrínu Jakobsdóttur. Við spurðum hana einnig út í ýmis málefni sem vöktu hörð viðbrögð á árinu, eins og þátttöku Íslands í Eurovision.

Horfðu á spá Ellýjar hér að neðan. Brotið er hluti af nýjasta þætti af Fókus sem má horfa á hér eða hlusta á Spotify.

video
play-sharp-fill

Við spurðum spákonuna: Mun Ísland taka þátt í Eurovision árið 2025, og ef svo er, verður mikil reiði vegna þátttöku okkar samhliða Ísraels?

„Við ætlum ekki að vera þar. Ekki veit ég hverjir ráða þessu en við ætlum ekki að fara þangað… Þetta finnst mér sérstakt,“ segir Ellý.

Hún heldur á tarot-spili þar sem manneskja er bundin og fullt af sverðum standa fyrir aftan hana.

„Sverð eru tilfinningar. Við verðum örugglega með eitthvað sjálf en ekki sé ég okkur fara út. Þetta er áhugavert. Ég sé að við ætlum bara að halda fyrir augun og einbeita okkur að okkar gleði. Það er ekki að fara að tvístra þjóðinni en hvernig sem það nú er, því við erum mjög skoðanaglöð þjóð, sem betur fer. En við munum hafa gaman hér heima.“

RÚV staðfesti þátttöku Íslands í næstu Eurovision-keppni sem verður haldin í Basel í Sviss í maí. Í janúar verða kynnt um tíu lögin sem taka þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins og mun fyrri undankeppnin fara fram 8. febrúar.

Ellý segist ekki sjá fram á að Ísland muni senda frá sér fulltrúa en segir að við verðum með einhverja keppni sjálf.

„Ég held að við séum með einhverja söngvakeppni sjálf en ég er ekki að sjá okkur fara út,“ segir hún.

Horfðu á áramótaþáttinn hér eða hlustaðu á Spotify.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni

Einstaklega sjarmerandi hús í miðborginni
Fókus
Í gær

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“

Vilja að Bianca verði handtekin á Spáni: „Maður heyrði fólk segja: Eru þetta alvöru geirvörturnar hennar?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni

Situr enn í henni hvað hún fann í ruslinu eftir að Weinstein nauðgaði henni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði

Sauð upp úr á rauða dreglinum: Varalesari varpar ljósi á hvað Denzel Washington sagði
Hide picture