Leikarinn James Earl Jones er látinn. Hann var 93 ára gamall, fæddur 17. janúar árið 1931 í Mississippi.
Jones hóf að leika í bíómyndum árið 1964, hans fyrsta var Stanley Kubrick myndin Dr. Strangelove.
Þekktasta hlutverk Jones var án nokkurs vafa hinn eini sanni Svarthöfði í myndunum um Stjörnustríð. En Jones láði honum þó aðeins rödd sína.
Á meðal annarra þekktra hlutverka má nefna Lion King, Field of Dreams, The Hunt for Red October og Conan the Barbarian. Hann var margverðaunaður og hlaut meðal annars heiðursverðlaun Óskarsakademíunnar árið 2011.
Jones dó í faðmi fjölskyldunnar á heimili sínu. Dánarorsökin hefur ekki verið uppgefin.