fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

„Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag“

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 8. september 2024 14:30

Gylfi og Alexandra. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hjónin Alexandra Helga Ívarsdóttir og Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður eiga von á sínu öðru barni. Fyrir eiga þau þriggja ára gamla dóttur.

„Strákabumba. Ekki hefði mig grunað fyrir nokkrum árum í miðri og langri ófrjósemisbaráttu að þetta yrði staðan í dag. Óendanlega þakklát að þessi litli gaur kom algjörlega óvænt, eitthvað sem mig hefði þá ekki órað fyrir að gæti gerst,“ segir Alexandra í færslu á Instagram og birtir með bumbumyndir.

„Ég man mér fannst stundum erfitt að heyra svona sögur því mér leið eins og ég yrði aldrei ein af þessum konum, en með þessum skrifum vonast ég til að vekja von fyrir fólk í sömu sporum. Líkaminn er magnaður og kemur sífellt á óvart.. Að halda í trúna á þessari vegferð er svo mikilvægt þó það sé oft á tíðum erfitt.“

Alexandra var opinská um ófrjósemi og erfiðleikana við að eignast barn í forsíðuviðtali Fréttablaðsins í byrjun júlí árið 2021.

Mynd: Eyþór/Fréttablaðið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Í gær

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101
Fókus
Í gær

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Í gær

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar