fbpx
Laugardagur 12.október 2024
Fókus

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“

Fókus
Mánudaginn 30. september 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýjasta þætti Kalda Pottsins ræðir Mummi við Hildi Jónsdóttur, verkefnisstýru hjá stuðningsúrræðinu Sigurhæðir á Selfossi; úrræði sem býður upp á samhæfða þjónustu við þolendur kynbundins ofbeldis. Starfsemi Sigurhæða hefur vakið verðskuldaða athygli frá því úrræðið var sett á laggirnar, í samstarfi við öll sveitarfélög á Suðurlandi, ekki síst fyrir heilsteypta nálgun sína og sérhæfða áfallameðferð.

Hildur hefur mikla þekkingu og víðtæka reynslu af jafnréttis- og mannréttindamálum og var til að mynda jafnréttisráðgjafi Reykjavíkurborgar 1996-2006 og starfaði þar á eftir við jafnréttismál og menningarmál innan ráðuneyta um tíu ára skeið. Hún er einnig fyrrverandi formaður Jafnréttisráðs og sérfræði- og samhæfingarteymis um mansal.

Allir eiga sína sögu

Hildur starfar nú með konum sem hafa gengið í gegnum erfið áföll sem varða kynbundið ofbeldi. En hún hefur sjálf gengið í gegnum annars konar áfall en segir að lífið sé nú þannig að varla sé hægt að finna þá manneskju sem eigi ekki einhver áföll, sorg eða bæði úr fortíð sinni.

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu.“

Hildur varð móðir ung að aldri, 19 ára gömul og í dauðadæmdu sambandi. Þegar dóttir hennar var á áttunda aldursári ákvað Hildur að segja starfi sínu í auglýsingabransanum lausu og eltast við blaðamannadrauminn og freista þess að komast inn í eftirsókn nám í blaðamennsku í Danmörku, en sambærilegt nám stóð þá ekki til boða hér á landi. Um þúsund sóttu um námið á ári hverju en aðeins um 90 komust inn.

Hildur ákvað því að skrá sig fyrst í stjórnmálafræði við háskólann í Árósum til að ná tökum á dönskunni og til að geta talað af þekkingu um dönsk stjórnmál, en slíkt skipti sköpum í umsóknarferlinu í blaðamennskunámið. Þetta gekk vonum framar og Hildur hóf ári síðar fjögurra ára nám.

Það gerðist þó í náminu að hún fór að skrifast á við íslenskan mann. Þau urðu pennavinir og fljótt gerði ástin vart við sig.

„Ég segi stundum að við höfum verið pennavinir og það hafi svo sprottið kærleiksblóm upp úr síðunum“

Svarar með lífinu sjálfu

Hún fann sig því á krossgötum þegar náminu lauk. Átti hún að sækjast eftir vinnu hjá dönskum fjölmiðlum eða snúa aftur heim til kærastans. Loks var það dóttir hennar sem togaði hana heim og fluttust þær til kærastans og Hildur sótti um hjá helstu íslensku fjölmiðlunum.

„Ég er búin að vera heima í svona þrjár vikur þegar hann greinist með heilaæxli,“ segir Hildur. Þá lá leiðin á Karólínska sjúkrahúsið í Svíþjóð þar sem kanna átti hvort æxlið væri skurðtækt. Svo reyndist ekki vera. Og þó æxlið væri góðkynja þá reyndist það staðfest á versta mögulega staðnum.

„Og mér er sagt að þetta muni draga hann til dauða og það geti tekið skamman tíma og líklega ekki meira en svona 2-3 ár. Maður fórnar náttúrulega bara höndum þarna og veltir fyrir sér – Hvað á ég að gera?“

Hildur gat ekki lengur séð fyrir sér að vinna á fjölmiðli þar sem vinnudagurinn er langur, tímafrestir strangir og álagið töluvert.

„Við drífum í því þarna að gifta okkur og ég verð ófrísk. Og það var meðvituð ákvörðun vegna þess að það var svo sterk í mér hugsunin að maður svarar svona aðstæðum eingöngu með lífinu sjálfu. Jú við deyjum öll einhvern tímann, en ég komst að þeirri niðurstöðu að það sorglegasta við það að deyja væri að skilja ekki eftir sig annan ættlið. Þannig mér fannst þetta eiginlega vera svarið mitt, að eignast með honum barn. Seinna var ég spurð – Hvernig datt þér það í hug vitandi að hann [sonur þeirra] yrði föðurlaus- Ég hugsaði bara aldrei svoleiðis. Ég hafði verið einstæð móðir og gengið það ágætlega og ég gæti það áfram. Svo fékk hann tæp sex ár. Hann fékk miklu lengri tíma en spáð var í upphafi.“

Þrjú einbirni með þremur mönnum

Eiginmaður hennar lést þegar sonur þeirra var um fimm ára. Hildur átti sterkt bakland, stóra fjölskyldu, vini og tengdafjölskyldu, sem reyndust henni vel. Og svo gerðist það ári síðar að hún kynntist núverandi manni sínum, en þau fagna 30 árum saman á næsta ári.

„Og ég eignaðist þriðja barnið. Svo ég er kona sem á þrjú börn með þremur mönnum. Ég kalla þau öll einbirni því það var svo langt á milli þeirra í aldri. Ég var 19 ára þegar ég eignaðist fyrsta barnið og 42 ára þegar ég eignaðist það þriðja.“

Hún segist vera það lánsöm að núverandi maður hennar ber óendanlega virðingu fyrir fyrri eiginmanni hennar. Hann upplifði það svo að maður hennar heitinn hefði treyst honum til að taka við fjölskyldu sinni.

„Hann var alltaf og er til staðar á mínu heimili og mér finnst það svo mikil gæfa. Það er svona eins og handan lífs og dauða hafi myndast einhvers konar samningur milli Pálmars heitins og núverandi manns míns.“

Hlusta má á viðtalið við Hildi og fyrri þætti Kalda pottsins á tyr.is eða á Spotify.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“

„Ég fæ símtal um að það hefði fundist einhver fyrirferð í hausnum á mér“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara

Gene Simmons sætir harðri gagnrýni fyrir „perraleg“ ummæli um kvenkyns dansara
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna

Segja að Katrín prinsessa sé hætt að reyna að stilla til friðar milli bræðranna
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“

Mætti spennt á stefnumótið en því lauk á aðeins tveimur mínútum – „Ég trúði því ekki að þetta myndi gerast í alvörunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu

Leikkona tilkynnir að eiginmaðurinn sé farinn frá henni í átakanlegri færslu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“

Hundasamfélagið klofið eftir að maður skaut hundinn sinn sjálfur – „Hvað er eiginlega að gerast, má ekkert lengur?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi

Einkaþjálfarinn leysir frá skjóðunni – Æfingarnar fimm sem halda Ivönku Trump í hörkuformi
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?

Mynd Alexöndru vekur kátínu – Sérð þú hvað er athugunarvert við myndina?