fbpx
Fimmtudagur 03.október 2024
Fókus

Fegurðarbransinn á Íslandi ekki hættulaus – Þarf að láta leysa upp fylliefni sem var sprautað undir augu hennar án samþykkis

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 29. september 2024 10:29

Mynd/Instagram @palinaoskomars

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Snyrtifræðingurinn og athafnakonan Pálína Ósk Ómarsdóttir var í meðferð á ónefndri snyrtistofu þegar fylliefni var sprautað undir augu hennar í leyfisleysi. Hún hafði meira að segja tekið það fram í upphafi meðferðar að hún vildi alls ekki fylliefni undir augun.

Pálína er gestur vikunnar í Fókus, hlaðvarpsþætti DV. Hún er eigandi snyrtistofunnar Eden og netverslunarinnar La Belle Beauty. Hún nýtur einnig vinsælda á Instagram en hefur sankað að sér stórum og dyggum fylgjendahóp fyrir að koma til dyranna eins og hún er klædd og ræða einlægt um erfið málefni.

Hægt er að horfa á brot úr þættinum hér að neðan. Þáttinn í heild sinni má horfa á hér, einnig er hægt að hlusta á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsveitum.

video
play-sharp-fill

Pálína er fædd árið 1991 og ræðir um hvernig það hafi verið að alast upp og fara í gegnum táningsárin þegar Victoria‘s Secret fyrirsætur voru álitnar vera hinar fullkomnu konur, allar poppstjörnur voru tágrannar og ef einhver fræg kona þyngdist var hún upphrópuð sem hvalur í slúðurmiðlum. Það var ekki auðvelt að vera unglingur á þessum tíma og var sjálfsmynd Pálínu brothætt.

„Maður var alltaf að bera sig saman við þetta. Maður vildi vera svona: „Þetta þarf ég að gera til þess að ég verðskuldi að vera til. Að ég flokkist sem manneskja.“ Og það er mjög brenglað. Ég held að margar stelpur …, þetta fer líka eftir hvort þú sért með sterka sjálfsmynd fyrir eða ekki, hvort þú takir svona hluti inn á þig. Ég á vinkonu sem þetta hafði engin áhrif á, en aftur á móti hafði þetta rosaleg áhrif á mig. Ég átti ekki auðveldan tíma þarna sem spilaði inn í. Það barði mann meira niður og varð til þess að ég fékk mér júllur,“ segir Pálína og hlær.

„Sem ég lét taka út,“ bætir hún við.

Gott að losna við púðana

Aðspurð hvort hún hafi fundið fyrir einkennum BII (breast implant illness) svarar Pálína játandi.

„Ég er eiginlega viss um það. Ég er með þrálátan verk í brjóstkassanum hérna, daglega. Ég missti mikið af hárinu mínu og varð rosalega þreytt og orkulítil. Þannig ég fann mikinn mun að taka [púðana].“

Pálína var um 20-21 árs þegar hún gekkst undir brjóstastækkun. „Ég var þá í sambandi þar sem strákurinn sagði að honum fyndist ég vera með skrýtin brjóst, sem varð endapunkturinn að ég ákvað að fara í þetta.“

„Læknirinn var alveg tilbúinn að setja 400cc í sitthvort brjóstið en setti 375cc,“ segir Pálína sem bætir við að henni hafi þótt þau of stór.

„Auðvitað eru margar sem fíla þetta og vilja þetta og það er fullkomlega í lagi. Mér finnst bara frábært að konur geri það sem þær vilja, á meðan það er ekki eitthvað sem þær vilja ekki […] En fyrir mig var þetta ekki málið. Ég fékk mér líka fylliefni í varirnar sem ég lét leysa svo upp,“ segir Pálína og bætir við að henni hafi einnig þótt mjög gott að vera laus við það.

Þurfti fimm skipti til að leysa upp fylliefnið

Mikið hefur verið rætt og ritað um fylliefni síðastliðin ár. Þegar allt sprakk fyrir nokkrum árum – og það varð gríðarlega vinsælt að láta sprauta fylliefni í varir, kjálka og kinnbein – var mikið talað um að um væri að ræða náttúrulegt fylliefni sem myndi leysast upp með tímanum. En það er ekki alveg raunin. Segulómsmynd af 33 ára einstaklingi sem lét sprauta 12 ml af fylliefni í andlit sitt yfir sex ára tímabil sýnir að fylliefnið hafi ekki horfið náttúrulega, heldur hafi það hins vegar færst til í andlitinu og magnið tvöfaldast. Hægt er að sjá umrædda mynd í myndbandinu hér að neðan.

@kamiparsamd #kamiparsa #fillers #hylenex #dissolvingfiller #dermalfillers #lips #teartroughfiller ♬ Blade Runner 2049 – Synthwave Goose

Það gerðist fyrir Pálínu, að fylliefnið byrjaði að leka (e. migrate) út fyrir varirnar. „Ég horfi á myndir í dag og er bara guð minn góður, var ég bara svona. Svo var sprautað efni sem leysist upp. Þetta var í fimm skipti sem ég þurfti að fara til að leysa upp allt efnið,“ segir hún.

„Svo gerir fólk sér ekki grein fyrir því að svona leysiefni er ekkert djók. Ég er ekki læknir en ég hef séð að þetta getur haft áhrif. Mér finnst allt í lagi að það sé umræða um það að fylliefni leysist ekki bara upp.“

Pálína segir að fólk megi gera það sem það vill, en hún hvetur það til að vera meðvitað um áhætturnar og kynna sér þær.

„Þetta er gel. Þó svo að talað sé um það á mörgum snyrtistofum að þetta sé mjög náttúrulegt efni er ekkert náttúrulegt við það og þetta er bara framleitt í verksmiðjum,“ sagði Jenna Huld Eysteinsdóttir, húðsjúkdómalæknir, í Kompás í september í fyrra.

Mynd/Instagram @palinaoskomars

Fyllt undir augun í leyfisleysi

Pálína er sjálf snyrtifræðingur og eigandi snyrtistofu, en býður ekki upp á þessa þjónustu. Hún hefur verið í snyrtibransanum í mörg ár en undanfarin ár hefur það færst í aukanna að fólk sé að sækja þessa þjónustu, að fá fylliefni, hjá snyrtistofum frekar en lýtalæknum og hjúkrunarfræðingum. Aðallega því það er ódýrara en einnig auðveldara að fá tíma. Aðspurð hvað henni finnst um að snyrtistofur séu að framkvæma þessar aðgerðir segir Pálína:

„Á meðan það er hjúkrunarfræðingur og einhver sem er menntaður í anatomíu. En auðvitað helst lýtalæknar. Af því að við erum með svo mikið af hættusvæðum hérna [í kringum munninn] og stórar æðar, ef eitthvað fer úrskeiðis þá getur það fokkað upp andlitinu á þér. Þetta er ekkert djók. Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir því. Eins og að sprauta undir augun, það var sett undir augun hjá mér í leyfisleysi á svona stofu. Ég fór í eitthvað svona vítamínsprautumeðferð, mig langaði aðeins að fríska upp á húðina.

Ég er mjög áhrifagjörn, vinn í þessum bransa og finnst gaman að prófa. En svo þegar hún var búin að sprauta sagði hún að hún hafi sett fylliefni. Ég sagði henni í byrjun tímans að ég vildi alls ekki fylliefni undir augun.“

Fylliefnið hefur færst til hjá Pálínu. „Það er svona hola hérna hjá mér og þetta var mjög sjáanlegt fyrstu dagana. Ég sendi [á snyrtifræðinginn] og hún vildi ekkert kannast við að þetta væri fylliefni og bara: „Þú verður að nudda þetta úr.“ Ókei, það er það sem þú gerir þegar þú ert með fylliefni,“ segir hún.

„Ég fór til Hannesar lýtalæknis og fékk það staðfest að þetta væri fylliefni og hann er að fara að leysa þetta upp fyrir mig.“

Þetta sat í Pálínu en þarna fannst henni farið yfir hennar mörk og tekin ákvörðun fyrir líkama hennar án þess að hún fengi nokkuð um það að segja. Hún viðurkennir að hún hafi verið reið en hafi ákveðið að láta kyrrt við liggja. Eftir nauðgun stóð hún í þriggja ára dómsmáli gegn geranda sínum, sem var að lokum dæmdur í fangelsi, og gat ekki hugsað sér að standa í annarri baráttu strax.

Sjá einnig: Erfitt að vita til þess að fimm menn stóðu hjá og leyfðu nauðguninni að gerast – „Hann sagði við þá að hann ætlaði að athuga hvort ég myndi ýta honum af eða ekki“

Brot úr þættinum þar sem Pálína ræðir þetta nánar má horfa á hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á þáttinn í heild sinni eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Pálínu á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands

Myndasmiður stórstjarnanna á leið til Íslands
Fókus
Í gær

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““

Fólk heldur að hún sé heimavinnandi húsmóðir – „Ég þéna 270 þúsund krónur á viku á „nuddstofu““
Fókus
Í gær

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið

Sigmar og Sandra fóru nakin í heita pottinn með vinum og það varð ekki aftur snúið
Fókus
Í gær

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri

Nicole Kidman vekur athygli í erótískum trylli – Mótleikarinn er 29 árum yngri
Fókus
Fyrir 2 dögum

Timothée Chalamet nær óþekkjanlegur í nýju hlutverki

Timothée Chalamet nær óþekkjanlegur í nýju hlutverki
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“

„Ég held sko að maður tali varla svo við manneskju að hún eigi ekki líka einhverja svona sögu í lífi sínu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tjáir sig um umdeilda ástarsambandið og framhjáhaldsskandalinn – „Þessir slúðurmiðlar hafa reynt að rústa mér síðan ég var 19 ára“

Tjáir sig um umdeilda ástarsambandið og framhjáhaldsskandalinn – „Þessir slúðurmiðlar hafa reynt að rústa mér síðan ég var 19 ára“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Eitt og hálft ár frá aðgerðinni sem breytti svo miklu, sem breytti öllu“

„Eitt og hálft ár frá aðgerðinni sem breytti svo miklu, sem breytti öllu“
Hide picture