fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
Fókus

Svala tekur fyrir að hún sé í makaleit – „Þessi póstur á mínu Insta er ekki auglýsing til að fara á deit“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 25. september 2024 08:30

Svala Björgvins. Mynd/Instagram @svalakali

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir er ekki í leit að hinum eina rétta og hvetur aðra til að vera það ekki heldur.

„Það er enginn fullkominn og að finna „þann rétta“ ætti ekki að vera markmiðið hjá neinum,“ skrifar hún í Story á Instagram í kjölfar fréttaflutnings Smartlands og Vísis.

Miðlarnir greindu frá því í gær að hún væri í leit að herramanni eftir að hún birti mynd af sér í rauðum kjól á samfélagsmiðlum og skrifaði með: „Ég er glæsileg og fáguð kona en hvar eru allir herramennirnir?“

Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki myndina hér að neðan.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by SVALA (@svalakali)

Það var sagt að hún virtist vera í leit að hinum eina rétta miðað við færsluna en söngkonan neitar fyrir það og segir að þetta hafi einfaldlega verið grín.

„Er hætt að djóka á samfélagsmiðlum því fjölmiðlar fatta aldrei grínið,“ skrifar hún í Story á Instagram.

„Ég var að skjóta á deit menninguna því þetta er eins og villta vestrið. Ég er ekki að „leita að hinum rétta.“ Svona alhæfing er mjög gamaldags og ekki raunhæf! Það er enginn fullkominn og að finna „þann rétta“ ætti ekki að vera markmiðið hjá neinum. Flestir vilja kynnast góðri persónu sem er með kosti og galla eins og við öll erum með! Hamingja og innri friður býr í okkur öllum.“

Að lokum segir Svala kímin: „Þessi póstur á mínu Insta er ekki auglýsing til að fara á deit. Þetta kallast brandari!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi

Patti Smith heldur tónleika í Eldborg og Hofi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag

Hún var aðeins 26 kíló þegar hún byrjaði í ræktinni – Sjáðu hana í dag
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“

Segir að Díana prinsessa hafi verið beitt grófum blekkingum og að viðbrögð BBC hafi leitt til dauða hennar – „Afleiðingarnar voru banvænar“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið

Áttu erfitt með að sofna? 10-3-2-1-0 gæti verið svarið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu

Frábær þátttaka í árlegu jólarölti Félags kvenna í atvinnulífinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus

Þúsundir manna hafa boðist til að hýsa stórleikarann eftir að hann var sagður heimilislaus