fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Fókus

Segir þetta vera vandamálið við klám

Fókus
Miðvikudaginn 25. september 2024 10:29

Shailene Woodley. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Shailene Woodley opnar sig um kynlíf og vandamál hennar varðandi klám.

Woodley, sem sló í gegn í kvikmyndinni Divergent og hefur leikið stórleik í þáttunum Big Little Lies, ræddi um málið í hlaðvarpinu She MD á dögunum.

Hún sagðist ekki vera hrifin af því hvernig klám í Bandaríkjunum sýnir kynlíf. Hún líkti því við „beikon sem lafir fyrir framan hund.“

„Hvernig kynlíf er framsett í þessu landi er svo mikill tilbúningur, þetta er einhver frammistaða í stað þess að vera alvöru nánd, viðkvæmni og tenging.“

Klám eins og skyndibiti

Woodley sagðist sjálf vera mjög munúðarfull manneskja (e. sexual person). Hún sagði að fólk átti sig oft ekki á því að það væri að njóta eins konar „skyndibitaútgáfu“ af kynlífi þegar það er að horfa á klám.

„Ef fólk vissi hvað er hægt að gera með kynlífi þá myndi það horfa á klám og segja: „Ó guð, þetta er eins og skyndibitamatur.“

„Ánægja er svo mikilvæg en við erum að svindla á hvort öðru, því við vitum ekki hvað er mögulegt. Og það er það sem ég tel vera stóra vandamálið við klám, það er verið að selja öllum McDonalds þegar þú gætir haft [það miklu betra].“

Líkir kynlífi við dans

Í þættinum sagði Woodley að hún hafi verið heppin að læra á sig sjálfa og kynnast nánd með réttri manneskju þegar hún var yngri.

„Ég var mjög heppin þegar ég var yngri að fá að uppgötva líkama minn og mig sjálfa með maka sem elskaði að dansa. Ég kalla alltaf kynlíf dans því þetta er dans. Við erum að skipta á orku. Stundum er dansinn hraður tangó, stundum er hann mjög hægur groove, stundum er hann hávær og stundum er hann mjúkur.“

Leikkonan sagði að það hafi skipt máli hvað henni hafi liðið vel með þáverandi maka.

„Ég stundum vildi óska þess að ég gæti séð um kynfræðslu, ekki að ég myndi kenna, heldur myndi ég vilja hjálpa til við að laga fræðsluna sjálfa.“

Leikkonan var síðast í sambandi með NFL-stjörnunni Aaron Rodgers. Leiðir þeirra skildu í febrúar 2022.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi

Var furðu lostinn þegar hann skoðaði betur myndina sem hann tók á Kársnesi
Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“

Vikan á Instagram – „Spurningin sem ég fæ oftast sem Íslendingur“
Fókus
Í gær

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn

Ragnhildur segir að þetta sé ekki eina leiðin til að borða hollt – Prófaðu þessa nýju nálgun í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“

„Ég get vel sagt að ég sé svolítið frökk, en ég set þó alveg mörk um hversu langt ég geng“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 2 dögum

Heiðrar látna móður sína með flúri

Heiðrar látna móður sína með flúri
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur

Lestrarhátíð fyrir börn og fjölskyldur