fbpx
Föstudagur 04.október 2024
Fókus

Undirheimamartröð á Íslandi – „Ég lenti í að vera pyntaður, stunginn nokkrum sinnum, báðar ristar brotnar og ýmislegt fleira en náði að flýja“

Fókus
Mánudaginn 16. september 2024 08:37

Mynd/Sterk saman

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Garibaldi Ívarsson er 26 ára strákur úr Garðabænum sem er í bata frá vímuefnavanda. Hann er nýjasti gestur hlaðvarpsins Sterk saman.

Garibaldi ólst upp við góðar aðstæður ásamt tveimur systkinum sínum.

„Ég á æðislega fjölskyldu og systkini mín eru yndisleg þó ég og yngri bróðir minn höfum gert hvorn annan brjálaða hér áður fyrr, eins og bræður eru.“

Fannst gaman að brjóta reglurnar

Skólagangan gekk upp og niður, hann gat lært en nennti því oftast ekki og var sækinn í spennu. Hann talar um skólakerfið og hvernig áhrif það getur haft á stráka eins og hann. „Öllum vinunum hópað saman í hægferð og eiginlega bara að við værum heimskir, við vorum ekkert að læra þar.“

Garibaldi var í stórum vinahópi og segist hafa verið svolítill gaur.

„Pabbi var frekar strangur og setti reglur sem mér fannst mjög gaman að brjóta. Ef mér var sagt að fara til hægri þá fór ég til vinstri.“

Missti vin sinn

Á unglingsárunum hlustaði Garibaldi mikið á rapp sem fjallaði um fíkniefni og fékk þau skilaboð úr öllum áttum að kannabisefni væru hvorki skaðleg né ávanabindandi. Auk þess var mikið fjallað um kvíðalyf og önnur vímuefni í þessum textum. Þannig sá hann lífið fyrir sér.

Sautján ára verður Garibaldi fyrir stóru áfalli, án þess að gera sér grein fyrir að það væri áfall. „Mjög góður vinur minn lést í bílslysi þar sem ökumaðurinn var undir áhrifum. Ég kunni ekki að takast á við þetta, fór til læknis og fékk sobril. Þar byrjar mín saga með kvíðalyf.“

„Obbosí, þá er það farið“

Garibaldi fór í framhaldsskóla, aðallega að nafninu til, til að hitta vinina og mæta á böll.

„Ég man augnablikið þegar ég tók spítt í fyrsta skipti fyrir eitthvað ball, það var ekkert geggjað en þar var ég búinn að taka skrefið og gat þá gert meira.“

Hann var í skóla, hélt andliti, djammaði um helgar eins og fólk gerir en svo skall Covid á og Garibaldi flosnaði upp úr Tækniskólanum, þar sem hann hafði fundið sína fjöl í hönnun.

„Ég hafði alltaf viljað halda mig frá morfíni en einn daginn ákvað ég að panta tvær oxy pillur. Ég tók aðra í nefið, settist niður og hugsaði obbosí, þá er það farið.“

Hræðilegt ár

Garibaldi hafði lent í bílslysi og var með verki í baki svo hann fann sér lækni sem hann segir að hafi verið tilbúinn að skrifa upp á hundrað stærstu oxy töflurnar fyrir þennan unga dreng, með ákveðnu millibili. Við tók meira en ár af hrikalegri þráhyggju, neyslu og endurlífgunum.

„Ég lenti í að vera pyntaður, stunginn nokkrum sinnum, báðar ristar brotnar og ýmislegt fleira en náði að flýja.“

Í dag segist hann þakklátur fyrir árásina því hann þurfti að sjá þetta svona svart til að átta sig á lífinu.

Garibaldi fór í sjö mánaða meðferð til Danmerkur sem hann segir frá og er hún mjög frábrugðin þeim meðferðum sem við þekkjum hér á landi.

„Ég gerði bara eins og mér var sagt, var svo ógeðslega stressaður að koma heim en er búinn að opna verkstæðið mitt aftur sem er stór sigur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Fókus
Í gær

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101

Breskar sjónvarpsstjörnur kepptumst um að finna ódýrustu máltíðina í 101
Fókus
Í gær

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi

Bjó einu sinni með Hugh Hefner en býr nú í tjaldi
Fókus
Í gær

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar

Dóttir R. Kelly afhjúpar hræðilegt leyndarmál sem eyðilagði æsku hennar