fbpx
Mánudagur 07.október 2024
Fókus

Steinunn Ósk varð ólétt af tvíburum 19 ára – „Það gaf mér einhvern kraft að fá þá í hendurnar“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 15. september 2024 19:00

Steinunn Ósk Valsdóttir. Mynd/Instagram @steinunnosk

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn, markaðsstjórinn og förðunarfræðingurinn Steinunn Ósk Valsdóttir er gestur vikunnar í Fókus, spjallþætti DV.

Horfðu á brot úr þættinum hér að neðan og smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni, eða hlustaðu á Spotify.

video
play-sharp-fill

Steinunn er 32 ára og þriggja barna móðir. Hún varð ólétt af tvíburadrengjum nítján ára gömul og var því orðin tveggja barna móðir tvítug. Hún eignaðist dóttur í lok árs 2020 og segir mikinn mun á hvers konar móðir hún var þá og er núna.

„Ég er svo miklu slakari, ég veit svo mikið hvað skiptir máli raunverulega. Og það skiptir ekki máli hvort heimilið sé [smart]. Það eru svo allt aðrir hlutir sem skipta máli,“ segir Steinunn.

„Ég fann að þetta var eitthvað sem ég átti að gera“

Aðspurð hvort barneignir hafi alltaf verið eitthvað hún hafði séð fyrir sér og hafi verið tilbúin í segir Steinunn brosandi: „Alls ekki.“

„Ég er engin barnagella, en ég eignaðist kærasta þarna og svo bara varð ég ólétt fyrir slysni og ég hugsaði og velti því fyrir mér: Er ég að fara að eignast börn núna? Svo hugsaði ég… Mér fannst ekkert annað vera að taka við,“ segir hún.

„Ég fann að þetta var eitthvað sem ég átti að gera. Ég trúi því að ég hafi átt að vera ung mamma. Þetta hlutverk breytti mínu lífi frá a til ö. Mér leið ekki vel á unglingsárunum, mig skorti tilgang, mig skorti eitthvað inn í líf mitt. Ég trúi því bara að þessi börn áttu að koma og þeir eru blessun fyrir mig.“

Steinunn Ósk Valsdóttir er gestur vikunnar í Fókus.

Drengirnir gáfu henni tilgang

Steinunn útskýrir nánar hvað hún á við þegar hún segir að henni hafi þótt ekkert annað vera að taka við þegar hún var að skríða í tvítugt. Fyrir marga á þessum aldri er það að klára framhaldsskóla og byrja í framhaldsskóla.

„Ég átti rosa erfið ár, frá svona fimmtán til nítján ára. Þar sem mér leið bara ekki vel. Ég varð fyrir leiðinlegum hlutum í menntaskóla. Mikil andleg vanlíðan í gangi og ég fann ekki einhvern veginn tilgang fyrir lífinu á þessum árum. En mér finnst eins og þeir hafi gefið mér hann,“ segir hún.

Steinunn Ósk Valsdóttir. Mynd/Instagram @steinunnosk

„Það gaf mér einhvern kraft að fá þá í hendurnar, ég vildi verða góð manneskja, ég vildi gera betur. Mig langaði að líða vel. Mig langaði að gera fullt af hlutum sem mig langaði ekki að gera áður. Ég ætla ekki að vera hérna og segja að ég mæli með fyrir alla að eignast börn ef þér líður illa, það er ekki svarið,“ segir hún kímin.

Eftir að hún átti drengina ákvað Steinunn að mennta sig. Hún kláraði stúdentinn, lærði stílistann og förðunarfræði. Hún fór í háskólann og útskrifaðist með meistaragráðu í markaðsfræði í október 2022.

Steinunn ræðir þetta nánar í spilaranum hér að ofan. Smelltu hér til að horfa á hann í heild sinni eða hlustaðu á Spotify.

Fylgstu með Steinunni Ósk á Instagram og TikTok.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

FókusMatur
Í gær

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“

Fat af soðnum vélindum vekur mikið umtal – „Þetta verð ég að smakka“ – „Heima fór þetta í hundana í bókstaflegri merkingu“
Fókus
Í gær

Segja stefna í skilnað og harða forsjárdeilu hjá hertogahjónunum

Segja stefna í skilnað og harða forsjárdeilu hjá hertogahjónunum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“

Karlmennskan heyrir sögunni til – „Það var greinilega ekki mjög sexý söluvara“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“

Móeiður glímdi við átröskun í mörg ár – „Þú nærð ekki að hugsa rökrétt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi

Lét föður sinn bera fram hetið á öllum stöðunum sem þeir heimsóttu á Íslandi
Fókus
Fyrir 3 dögum

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“

Erna gekk á milli lækna með mikla verki – „Þegar ég fékk loksins að fara í myndatöku þá er ég með handbolta í maganum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“

„Ég var 6 ára þegar ég fór í partý hjá Diddy og þetta sá ég“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“

Bresku krúttmolarnir eru mættir aftur og fóru á fund ráðherra – „Manni hlýnar um hjartarætur við að heyra sögur sem þessar“
Hide picture