Lögreglan í Nashville í Bandaríkjunum birti myndband af atvikinu og þakkaði söngvaranum og teyminu hans fyrir aðstoðina.
Atvikið átti sér stað á frægu John Seigenthaler brúnni í Nashville. Bon Jovi, 62, var á svæðinu til að taka upp tónlistarmyndband fyrir lagið „People‘s House“ og tók þá eftir konu sem var búin að klifra yfir handriðið og horfði niður.
Í myndbandinu má sjá söngvarann og annan aðila nálgast hana rólega og stoppa nokkrum metrum frá henni og ræða stuttlega við hana. Þau færðu sig síðan nær.
Það er ekki vitað hvað hann sagði við konuna, en hann virtist ná að sannfæra hana um að klifra aftur yfir handriðið og koma á öruggt svæði.
Heimildarmaður Page Six sagði að Bon Jovi hefur fengið mikla þjálfun í að tala við fólk í vanda vegna Jon Bon Jovi Soul samtakanna.
Sjáðu myndband af atvikinu hér að neðan.
@ac2alityÉl estaba grabando un videoclip en Nashville, EEUU♬ sonido original – ac2ality
Í þessari frétt er fjallað um þunglyndi og sjálfsvíg. Ef einstaklingar glíma við sjálfsvígshugsanir er bent á Hjálparsíma Rauða krossins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa samband við Píeta-samtökin sem veita ókeypis ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.