fbpx
Þriðjudagur 10.september 2024
Fókus

Ragnhildur segir marga klóra sér í skallanum yfir orkuefnunum – „Miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat“

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 12. ágúst 2024 17:30

Ragga Nagli Mynd: Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragnhildur Þórðardóttir, betur þekkt sem Ragga Nagli, segir orkuefnin sem við fáum úr fæðunni vera þrjú: prótín – kolvetni – fita. Sumir klóri sér þó í skallanum yfir hvaða matur heyrir undir hvern flokk.

Hvað er prótín?

Hvað flokkast sem kolvetni?

Hvaða matur flokkast undir fitu?

Í færslu á Facebook-síðu sinni segir Ragga marga vera að telja macros þessa dagana. En skilja kannski ekki einu sinni þetta orð macros en það er í raun stytting á orðinu macronutrients“ sem útleggst sem orkuefni á okkar ylhýra,“ segir Ragga.

Hér er fróðleiksmoli um hvaða matvæli heyra undir hvaða orkuefni til að auðvelda fólki að fá sem besta næringu úr öllum flokkunum til að allt sé rétt vírað í maskínunni og hún renni smurt í gegnum æfingar, svefn, slökun og amstur hversdagsins.

Oft má lesa um fólk sem fer á kúra til að plokka lýsi af skotti og básúna að nú séu kolvetni út úr mataræðinu en nefna alltaf bara brauð og pasta.

Hvað með öll hin kolvetnin?

Mörg vita ekki einu sinni að kartöflur, hrísgrjón, rótargrænmeti og sætar kartöflur flokkist sem sterkja eða flókin kolvetni.

Og hafa ekki glóru um að ávextir séu trefjarík kolvetni sem flokkist undir frúktósa.

Að grænmeti fylli magaholið með góðum trefjum en afar fáum hitaeiningum.

Að fita sé meira en tvöfalt hitaeiningaríkari en prótín og kolvetni og því eru skammtastærðirnar þar töluvert minni.

Að allt sem kemur úr dýraríkinu, skepnan sjálf, afurðir hennar og afkvæmi heyra undir prótín.

Að sumir plöntumiðaðir prótíngjafar eru líka mjög kolvetnaríkir eins og baunir og kínóa.

Að fita og kolvetni og stundum sykur líka er hin heilaga þrenning til að gera mat gómsætan eins og ís, sætabrauð og pizza.

Að prótín er mest mettandi orkuefnið sem byggir upp vöðva.

Að fita er nauðsynleg fyrir hormónakerfið.

Að kolvetni gefa okkur bensín og orku.

Mynd: Ragga nagli

App getur verið gott verkfæri – Matardiskurinn líka

Segir Ragga að þess vegna geti verið gott að fræða sig um hvaða matur er hvaða orkuefni.

Ef þú vilt hafa nákvæma yfirsýn um hvað fer í túlann geturðu þrykkt öllu í app og reiknað daglega inntöku.

Ef þú hefur engan áhuga á að telja og reikna þá geturðu bara notað matardiskinn til að ákvarða vel samsetta máltíð með öllum orkuefnum og ákvarða passlegar skammtastærðir.

Það er einfalt og valdeflandi verkfæri sem þú getur notað hvar sem er og hvenær sem er fyrir heilbrigðari matarvenjur,“ segir Ragga

Skiptu matardisknum í þrennt.

Hnefi af prótíngjafa af einhverju tagi (20-40g prótín)

Hnefi fer undir trefjaríka sterkju/kolvetni

1 msk af einhverri hollri fitu

og restin þakin af græmmó, ávexti og/eða salati.

Málið er dautt.

Máltíðir með öllum orkuefnum

Ragga kemur síðan með hugmyndir að vel samsettum máltíðum með öllum orkuefnum:

*Kjúklingabringa, hýðishrísgrjón, gvakamólí og maísstöngull.

*Nautasteik, bökuð kartafla, hvítlauksmæjó, steiktir sveppir.

*Svínalund, sætar kartöflur, kokteilsósa og grillað rósakál.

*Grillaður lax, smælki, aioli, ofnbakað brokkolí

*Heill kjúklingur, hummus, rótargrænmeti, salat

*Soðin ýsa, kartöflur, smjör

*Grillað tófú með sesamolíu, bakað eggaldin, hvít hrísgrjón

*Steikt Oumph, salat með fræjum, bakaðar klessukartöflur

*Ommiletta, hafragrautur, hnetusmjör

*Túnfisksalat með mæjónesi, sólkjarnarúgbrauð, , paprika

*Tættur kjúklingur, Tortilla, avocado, tómatar og gúrka

*Harðsoðin egg, Epli, Hnetusmjör

*Mysuprótínduft, hrískökur, MCT olía

*Plöntuprótínduft, frosin ber, möndlusmjör

Flokkar mat í „Oft“  og „sjaldan“  í staðinn fyrir „má“  og „má ekki“

„Það er svo miklu meira valdeflandi að nálgast mat en að forðast mat.

Að búa til lista yfir það sem við getum og viljum borða.

Og hleypa síðan sköpunargáfunni á skeið til að setja saman gómsætar máltíðir og gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn

Ef þú flokkar mat í Oft og sjaldan í staðinn fyrir  og má ekki muntu ekki upplifa skorthugsun og ofboð.

Oft matur sem við borðum oft og mikið af sem nærir okkur vel og bætir heilsuna.

Sjaldan matur sem við borðum sjaldan og minna af sem hefur lítið næringargildi en hátt skemmtanagildi í munni.

Það er ekki til aldrei matur… nema kóríander sem er arfi Satans ræktaður í forgarði Helvítis.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“

„Þið munuð sjá meira af mér í framtíðinni“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál

Lætur ung börn sín borga leigu – Segir skólakerfið ekki kenna þeim nóg um fjármál
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“

Hjólahvíslarinn í nýjum ævintýrum – „Ég gæti alveg vanist þessu“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?

Ætti ég að verja gullnu árunum með eiginmanninum – eða yngri elskhuganum?