fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Fókus

Lordi ekki hrifnir af rokklögum í Eurovision undanfarin ár – „Inn um annað og út um hitt“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 20. júlí 2024 18:30

Sigur Lordi í Eurovision var einstakur á margan hátt. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn finnski Herra Lordi, eða Tomi Putaansuu, stofnandi hljómsveitarinnar Lordi sem sem vann Eurovision árið 2006 er ekki par hrifinn af nýjum rokklögum sem hafa verið í keppninni. Ekki einu sinni lagi Maneskin sem vann.

„Ég kann að meta og virði þau lög sem ég hef heyrt þarna. En þau fara öll inn um annað og út um hitt eyrað,“ sagði Herra Lordi í viðtali við tímaritið Metal Hammer.

Lordi færðu Finnlandi sinn fyrsta og eina sigur í Eurovision með slagaranum Hard Rock Hallelujah. Það er eina þungarokkslagið sem hefur unnið keppnina.

Þó að Eurovision sé aðallega þekkt fyrir popptónlist slæðast rokklög annars lagið með. Meðal annars lag Maneskin, Zitti E Buoni, sem vann keppnina árið 2021 fyrir Ítalíu. Síðan þá hefur sveitin orðið heimsfræg.

Á meðal annarra rokklaga í Eurovision má nefna Dark Side með finnsku sveitinni Blind Channel, In My Dreams með hinum norsku Wig Wam og vitaskuld Valentine Lost með Eiríki Haukssyni.

Vantar húkkinn í viðlagið

Herra Lordi segist ekkert hafa á móti þessum sveitum. Þetta snúist um persónulegan smekk hans.

„Sjáið nú til. Ég ólst upp við að hlusta á KISS og Twisted Sister og heimurinn hefur breyst mikið síðan þá. Það er sjaldgæft að ég heyri eitthvað í líkingu við Twisted Sister í dag,“ sagði Herra Lordi.

Að sögn Herra Lordi þarf lag að hafa sterkan húkk í viðlaginu til að festast í höfðinu á honum.

„Því miður á það oft við í dag, sérstaklega í rokklögum í Eurovision, að lög hafa ekki viðlag sem festast í höfðinu á mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Jói dans selur á Seltjarnarnesi

Jói dans selur á Seltjarnarnesi
Fókus
Fyrir 2 dögum

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn

Uppáhaldsmorgunmatur Díönu prinsessu slær í gegn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar

Tilbúin að fórna öllu fyrir fimleikaþjálfara dótturinnar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan

Sögðu Súperman hafa breyst og ekki lengur myndarlegur – Aðdáendur segja samanburðinn ósanngjarnan
Fókus
Fyrir 4 dögum

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa

Tíu ástæður þess að þú ættir að fara út að hlaupa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“

Mikilvægt að þekkja líka fjármálahlið bransans: „Það má enginn vera svo örvæntingarfullur að skrifa undir fyrstu drög“