Konan, sem kemur fram nafnlaus, opnaði sig um upplifunina á Reddit.
„Ég er ósköp venjuleg gift kona sem komst nýlega að því að ég aðhyllist strípihneigð. Eiginmaður minn gerir það líka. Það var hans hugmynd að hann myndi afklæða mig fyrir framan vini sína. Þetta var hans fantasía,“ segir konan.
„Ég samþykkti að taka þátt og naut þess í botn. Við höfum gert þetta nokkrum sinnum og síðan þá höfum við verið að prófa okkur áfram og kanna strípihneigðina frekar. En við viljum líka passa að við séum að virða mörk annarra og þess háttar. Hvað er í boði þarna úti fyrir konu á fertugsaldri sem er öruggt?“
Fjöldi fólks gaf konunni ráð. Sumir mæltu með að hjónin myndu prófa að heimsækja swinger-klúbb, aðrir ráðlögðu þeim að kíkja á nektarströnd.
„Velkomin í strípisamfélagið! Eitt sem er sniðugt að prófa er að vera með vefmyndavélasýningu. Það er öruggt og þið getið verið með grímur ef þið hafið áhyggjur af því að einhver kannist við ykkur,“ sagði einn netverji og hélt áfram.
„Ég gerði það með makanum mínum í smá tíma og það var ótrúlegt. Okkur fannst gaman að vera í samskiptum við áhorfendur og setja upp sýningu fyrir þá.“