fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Seinni eiginkonan vill að hann verði jarðaður hjá henni – „En ég er með önnur plön“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2024 09:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður er í vanda en hann veit ekki hvar hann ætti að láta leggja sig til hinstu hvílu.

„Eiginkona mín, sem er seinni eiginkona mín, vill að við verðum jörðuð hlið við hlið þegar við deyjum, en ég veit að börnin mín verða ósátt ef ég verð ekki jarðaður hjá móður þeirra,“ segir maðurinn í bréfi til sambandsráðgjafa The Sun, Deidre.

„Það er meira að segja búið að skilja eftir pláss á legsteini hennar fyrir mig.“

Maðurinn er 63 ára og núverandi eiginkona hans er 61 árs. „Við höfum verið gift í fimm ár. Fyrsta eiginkona mín, móðir barnanna minna, dó fyrir næstum áratug,“ segir hann.

„En seinni eiginkona mín krefst þess að ég verði jarðaður með henni. Hún segist ekki vilja vera ein.

Ég elska hana, en ég mun alltaf elska fyrri eiginkonu mína líka. Ég finn fyrir tryggð við hana og ég veit ekki hvað ég á að gera.

Ég hef ekki rætt þetta almennilega við börnin mín en ég veit að þau búast við því að ég verði jarðaður í fjölskyldugrafreitnum með móður þeirra.

Ég er alveg að missa vitið út af þessu. Ég er ekki spenntur fyrir því en ég er farin að hugsa að það besta í stöðunni sé að vera brenndur.

Það getur ekki verið að ég sé sá fyrsti sem er að glíma við þetta vandamál. Hvað ætti ég að gera?“

Ráðgjafinn svarar:

„Það er viss huggun í því að vita að þú sért með hvíldarstað nálægt þeim sem þú elskar.

Börnunum þínum mun þykja vænt um að geta heimsótt foreldra sína á sama staðnum þannig það er skiljanlegt að þú viljir ekki taka það frá þeim.

Reyndu, mjög varfærnislega, að útskýra þetta fyrir eiginkonu þinni. Vertu skýr með að þetta snúist um óskir barnanna þinna, að þetta þýði ekki að hún sé minna mikilvæg en fyrsta eiginkona þín.

Ef þú lætur brenna þig þá geturðu skipt öskunni á milli eiginkonu þinnar og barnanna þinna. En ekki gera það ef þú vilt það ekki.

Sama hvað þú ákveður, passaðu að hafa það skriflegt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag

Móðir léttist um 38 kíló en vill vara aðra við – Svona borðar hún í dag
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“

„Það er erfitt að elska einhvern og vera langt í burtu frá honum“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð

Neitaði fyrst að klæðast nammi G-strengnum en samþykkti það fyrir þessa upphæð
Fókus
Fyrir 5 dögum

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við

„Heilbrigður“ 29 ára faðir vaknaði með kviðverk – Nokkrum vikum síðar var hann látinn og fjölskylda hans varar aðra við
Fókus
Fyrir 5 dögum

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu

Leikari úr vinsælum þáttum rekinn í burtu eftir furðulega uppákomu