fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Ólafur og Dagur vilja láta húðfletta sig eftir andlát – „Hvern þarf ég að tala við, einhverja lögfræðinga?“

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 12. júní 2024 12:30

Ólafur og Dagur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef alveg spáð í að taka Jakusahefðina og láta húðfletta mig og setja húðina í ramma,“segir Ólafur Friðrik Laufdal Jónsson húðflúrari.

„Eða búa til flottan stól úr þér, flottan ruggustól“ segir Dagur Gunnar félagi hans.

„Það væri geggjað að vera fyrsti Íslendingurinn sem lætur ramma sig inn, setja bara inn á Þjóðminjasafn,“ segir Ólafur.

Dagur segist hafa séð á safni í Amsterdam alls konar dót í krukkum sem geymt var í formalíni, „þar á meðal var fullt af tattúum sem var búið að skera af fólki.“

Dagur spyr hvaða leyfi þyrfti að sækja um, en Ólafur segir að þetta sé hans skrokkur og hann ráði sjálfur. „Ég væri til í að vera heima hjá börnunum mínum,“ segir Dagur. „Ég er svo athyglissjúkur, ég er með þennan fáranlega rational fear að eftir 100 ár veit enginn að ég var til.“

„Ég er til í að taka það á mig ef fólk er þreytt í löppunum og vill setjast niður,“ segir Dagur. „Ég sé fyrir mér ruggustól þannig að torsóið á mér væri bakið, og svo væri kúl ef væri hægt að fóðra armana á stólnum sem hendurnar á mér. Basically er þetta ég. Mér finnst það hljóma nettara að stoppa mig upp í einhverju formi sem stól. Hvern þarf ég að tala við, einhverja lögfræðinga?“

Horfa má á þáttinn í heild sinni á brotkast.is.

Blekaðir eru þættir í umsjón húðflúraranna Dags Gunnars og Ólafs Laufdals þar sem þeir fara yfir húðflúrssenuna á Íslandi. Þeir eru báðir reyndir húðflúrarar og fá til sín viðmælendur sem hafa einhverja tengingu við húðflúr, ýmist húðflúrara eða einstaklinga sem hafa fengið sér húðflúr. Bæði Dagur og Óli starfa við að húðflúra og hafa ótal skemmtilegar sögur að segja sem þeir flétta saman við sögur viðmælenda sinna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun

Sonur Óskarsverðlaunaleikara: Sambandið í rúst – birtir tölvupóst sem sönnun
Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“

„Ég er ennþá smá pirruð yfir að hafa ekki fengið að klára bókina áður en þjófurinn fékk hana“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“