fbpx
Þriðjudagur 14.október 2025
Fókus

Allar vísur Kristjáns um Höllu Hrund núna aðgengilegar á einum stað

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. maí 2024 16:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli á dögunum þegar Skerjafjarðarskáldið góðkunna, Kristján Hreinsson, fjarlægði allar vísur sem hann hafði ort til forsetaframbjóðandans Höllu Hrundar Logadóttur af Facebook-síðu sinni.

Ástæðan fyrir þessari aðgerð voru leiðinlegt áreiti sem Kristján varð fyrir af hálfu nettrölla vegna vísnabirtinganna.

Sjá einnig: Hefur Kristján snúið baki við Höllu Hrund? – Allar vísurnar horfnar

Kristján hefur nú safnað öllum vísunum saman í vísnakverið HALLA HRUND – MINN FORSETI í rafbók sem aðgengileg er gjaldfrjálst hér.

Kristján hefur sömuleiðis sent frá sér skáldsöguna Fjallkonan en hún sækir „efni beint og óbeint í atburði sem áttu sér stað og stund í raun og veru. Hildur Sara Sigþórsdóttir, ung leikkona og kennari, vaknar í tjaldi á Eyjafjallajökli að morgni. Þegar gos er að hefjast. Hún er ein og yfirgefin, ferðafélagar hennar eru horfnir. Hún getur í fyrstu ekki áttað sig á því hvað er að gerast. Smátt og smátt nær hún áttum og sér að hún muni þurfa að leita allra leiða til að lifa af. Hún leggur af stað út í óvissuna…“

Rafbókin er til sölu á 15 evrur. Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni

Danaprins heimsækir Borgarbókasafnið Kringlunni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Keppendur Ungfrú Ísland Teen hittust á Finnson Bistro

Keppendur Ungfrú Ísland Teen hittust á Finnson Bistro
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kolbrún Bergþórs: „Karlmenn geta sumir verið ansi leiðinlegir“

Kolbrún Bergþórs: „Karlmenn geta sumir verið ansi leiðinlegir“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“

Viktoría þurfti að horfast í augu við áföllin til að byggja sig upp á ný – „Það tók mig mörg ár að muna hvað barnapían gerði mér“