fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Hafdís og Kleini blása á kjaftasögurnar – „Stytt­ist í brúðkaup hjá þess­um lúðum“ 

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 24. maí 2024 13:30

Kleini og Hafdís. Mynd/Instagram @hafdisbk @kleiini

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haf­dís Björg Kristjáns­dótt­ir einkaþjálf­ari blæs á kjaftasögur um að sambandi hennar og Kristjáns Einar Sigurbjörnssonar, Kleina, sé lokið. Parið fagnaði árs afmæli þann 24. mars.

Kjaftasagan fékk byr undir báða vængi eftir að Hafdís Björg birti færslu í Facebook-hópnum Tattoo á Íslandi þar sem hún spurði: „Hver er bestur í cover up?“ Töldu margir að þetta þýddi að Hafdís Björg hygðist fjarlægja flúr með nafni Kleina. Nokkrum mánuðum eftir að þau byrjuðu saman fengu þau sér paraflúr með skammstöfun hvors annars tattúveraða á sig ásamt áletruninni: „Love me, till I die“ eða „Elskaðu mig, þar til ég dey.“ Þau eru einnig með með nafn hvors annars nálægt því allra heilagasta. Hafdís er með: „KLEINI“ á nárasvæðinu og Kleini er með: „Hafdís Björg“ fyrir ofan lífbeinið.

Sjá einnig: Sjáðu paratattú Kleina og Hafdísar sem eru hjá því allra heilagasta

Í kjölfarið á fyrirspurninni um cover up fékk Hafdís Björg fyrirspurnir frá fjölmiðlum, þar á meðal Vísi og birtir hún skjá­skot af skila­boðunum á In­sta­gram-síðu sinni.

„Sæl kæra Haf­dís, XXXXX XXXX heiti ég blaðamaður á Vísi. Nú ganga sög­ur um að þið Kristján séuð hætt sam­an. Er það rétt?“  

Mynd: Skjáskot Instagram

Gerir Hafdís Björg jafnframt grín að sjálfri sér og lofar að spyrja aldrei aftur slíkrar fyrirspurnar undir nafni.

Mynd: Skjáskot Instagram

Hafdís Björg blæs þó á kjaftasögurnar og segir: „Við erum ekki hætt sam­an enda stytt­ist í brúðkaup hjá þess­um lúðum.“

Mynd: Skjáskot Instagram

Í samtali við DV segir Hafdís Björg undirbúning að brúðkaupi byrjaðan. „Við erum búin að velja dagsetningu sem verður næsta sumar og munum við deila henni þegar nær dregur. Undirbúningurinn er að sjálfsögðu byrjaður enda mikið sem þarf að skipuleggja og bóka með löngum fyrirvara.“

Ein af fyrstu ákvörðunum sem þurfti að taka var hvar þau ætluðu að gifta sig. „Við vorum flakkandi á milli þess að gifta okkur erlendis og bjóða nánustu vinum og ættingjum eða halda stórt brúðkaup hérna heima og bjóða öllum. Þegar við byrjuðum að plana þá vorum við bæði á þeirri ákvörðun að gera þetta með stæl hér heima og fagna ástinni með fólkinu okkar.“

Hafdís Björg og Kleini voru gestir í Fókus, spjallþætti DV, í febrúar og ræddu um pásuna frá samfélagsmiðlum, lífið og ný viðskiptaævintýri. Smelltu hér til að horfa á þáttinn. Þú getur einnig hlustað á Spotify.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár

Ellý segir að Patrik þurfi að losa sig við þetta úr svefnherberginu fyrir nýtt ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist

Oprah sleppti því að nota þyngdarstjórnunarlyf í 12 mánuði og afhjúpar hvað gerðist
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu

Þetta eru sérfræðingarnir sammála um þegar kemur að mataræðinu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“

Ellý spáir svakalegum breytingum hjá Guggu – „Hún fékk bæði gáfurnar og útlitið“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“