fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fókus

Framleiðandi Scrubs og Californication á yfir höfði sér áratuga fangelsi

Fókus
Föstudaginn 24. maí 2024 09:30

Eric Weinberg á þungan dóm yfir höfði sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski handritshöfundurinn og framleiðandinn Eric Weinberg, sem framleiddi sjónvarpsþættina vinsælu Scrubs og Californication, á yfir höfði sér margfaldan lífstíðardóm.

Weinberg, sem er 63 ára, hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn fjölmörgum konum og er ákæran gegn honum í 28 liðum. Hann var fyrst ákærður árið 2022 fyrir brot gegn fimm konum og í kjölfarið stigu fleiri konur fram.

Weinberg er sagður hafa notað áhrif sín til að lokka konur heim til sín undir því yfirskini að þær væru að fara í myndatöku. Þar braut hann gegn þeim. Brotin hófust árið 2014 og stóðu yfir til ársins 2019. Konurnar sem Weinberg braut gegn komu úr ýmsum áttum og komst hann í kynni við sumar þeirra á netinu.

Málið er komið til kasta dómstóla og var fjórum ákæruliðum vísað frá í vikunni. Eftir standa ákæruliðir sem varða mjög alvarleg brot sem varða lífstíðarfangelsi.

Í umfjöllun Variety kemur fram að fjórar konur hafi lýst því að Weinberg hafi þrengt að öndunarvegi þeirra meðan hann nauðgaði þeim. „Ég var hræddur um að hann myndi drepa mig,“ sagði ein kvennanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“

Afhjúpar ástæðuna fyrir því að vináttunni lauk: „Ég hef nú þegar sagt of mikið“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“

Victoria Beckham virtist skjóta á tengdadótturina: „Algjör fáviti“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?

Grínmyndband: Kemur snjórinn Íslendingum alltaf á óvart?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu

Sævar er 13 árum eldri á vinstri myndinni – Þetta gerði hann til að ná fram þessari ótrúlegu breytingu