fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fókus

Fríða datt í lukkupottinn í Góða hirðinum –  „Þetta er fundur ársins“

Fókus
Föstudaginn 17. maí 2024 08:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er stundum hægt að gera furðulega góð kaup í Góða hirðinum eins og mýmörg dæmi sanna. Ung kona, Fríða, sem átti leið í verslunina í gær datt heldur betur í lukkupottinn eins og hún lýsir á samfélagsmiðlinum X, áður Twitter.

Um er að ræða bókina Níðstöng hin meiri eftir skáldið og listamanninn Dag Sigurðarson sem kom út árið 1965. Það sem gerir bókina enn merkilegri er að hún virðist hafa verið gjöf frá Degi til móður hans, Jakobínu Margrétar Tulinius.

Fríða bendir á að eins bók hafi selst á 33 þúsund krónur á uppboði í fyrra en sú var ekki stíluð á móður Dags. Sjálf kveðst hún ekki ætla að selja bókina. „En þetta er fundur ársins og fegursti fífillinn í ljóðabókasafni mínu. Er í safnaravímu.“

Á fyrstu blaðsíðu bókarinnar stendur: „Til mömmu og Sverris frá mér, Dagur. Af 100 árituðum eintökum er þetta nr. 78. Dagur Sigurðarson.“

Foreldrar Dags voru Sigurður Thoroddsen og Jakobína en seinni maður hennar var Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar

Fyrrum hertogaynjan sögð með peningaáhyggjur – Ætlar að afhjúpa leyndarmál konungsfjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“

Alveg kominn með nóg af þessu eftir tónleika Mugison og Sinfó: „Svo mikil tilgerð“
Fókus
Fyrir 2 dögum

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs

„Mennska Barbie“ látin aðeins 31 árs
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins

Segir typpastærð fyrrum NFL-leikmannsins hafa verið banabiti hjónabandsins
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld

Bókakonfekt Forlagsins hefst í kvöld
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“

„Get ekki fólk sem segir að það sé ekki bakslag“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum

Bubbi kemur Baltasar til varnar – Segir Símon vera að hefna sín með þessum skrifum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“

Simone Biles hefur gengist undir þrjár lýtaaðgerðir – „Þú gætir aldrei giskað á tvær þeirra“