fbpx
Föstudagur 08.nóvember 2024
Fókus

Hvernig útskýrum við píramídanna?

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hver byggði píramídana, hvernig og hvers vegna? Líklega hafa lesendur margir spurt sig að þessum spurningum, enda eru þessi undur veraldar sveipuð dulúð og ekki víst að svör fáist við þessum spurningum fyrr en og ef við getum ferðast aftur í tímann og séð það með eigin augum.

Margar kenningar hafa verið lagðar fram til að útskýra þessi verkfræðilegu. Vinsælasta kenningin er sú að að Egyptar hafi dregið þunga steinanna á sleðum og notast hafi verið við vogarstangir og skábrautir til að koma steinunum upp. Sagnfræðingar telja að allt að 20.000 verkamenn hafi komið að byggingunni og hafi þetta verið þeirra eina starf og þeir búsettir í vinnubúðum við píramídanna. Hver steinn hefur verið um 2,5 tonn að þyngd.

Nýlega rannsókn bendir til þess að líklega hafi Egyptar notaðar þverá Nílarfljóts til að flytja byggingarefnið á svæðið.

Eins og venja er þegar eitthvað er sveipað dulúð þá eru að sjálfsögðu til margar samsæriskenningar um byggingu píramídanna. Félagarnir í Álhattinum tóku að sér að varpa ljósi á þessar kennar, en þar sem um jafn stórt umfjöllunarerfni og sjálfa píramídana er um að ræða, þá var þættinum skipt í tvo hluta. Sá fyrri kom út 22. mars og má kynna sér hér.

Nú er komið að næsta hluta en um hann segja Álhattar í útdrætti þáttar:

„Pýramídarnir í Egyptalandi hafa löngum verið mörgu fólki hugleiknir og ekki af ósekju. Fá fyrirbæri, ef einhver, í heiminum þykja jafn mikil verkfræðiundur og byggingarfræðileg afrek og Pýramídarnir og framleiddar hafa verið fjöldinn allur af myndum og sjónvarpsþáttum þar sem mismiklir vitringar og fræðingar í þessum efnum spá og spekúlera hvernig pýramídarnir urðu til og hvers vegna.

Sumir þessara, oft á tíðum sjálftitluðu sérfræðinga hafa eignað geimverum eða öðrum framandi verum heiðurinn að byggingu pýramídanna en aðrir vilja meina að samfélag manna hafi á öldum áður verið mun háþróaðra og tæknivæddara en fornleifafræðingar og annað fræðifólk telur.

Eða getur verið að Egyptar hafi notast við einhverskonar hraðþornandi steypu sem þeir helltu í einhverskonar form eða skapalón til að móta steinana jafnóðum og píramídarnir voru byggðir? Eða notuðu þeir kannski einhverja sérstaka tíðni eða bylgjulengd til þess að lyfta steinunum upp? Eða gengu kannski risar um jörðina og þessir risar byggðu píramídana og fóru jafnvel létta með það?

Svo eru sum sem telja að tímaflakkarar úr framtíðinni hafi byggt þá og sum telja jafnvel að einhverskonar víddar flakkarar hafi komið úr hliðstæðri en mun tæknivæddari vídd og byggt þá og einhverjir vilja jafnvel ganga svo langt að meina að píramídarnir hafi sjálfir verið notaðir sem einhverskonar hlið inn í aðrar víddir eða hliðstæðar veraldir.

Í þessum seinni hluta Álhattarins um píramídana í Egyptalandi ræða þeir Guðjón Heiðar, Haukur Ísbjörn og Ómar Þór áfram um Egyptaland til forna og hvaða aðrar skýringar gætu hugsanlega fræðilega legið að baki byggingu píramídanna. Ef opinbera sögubóka skýringin er ekki sönn, hvað þá? Hvað er það sem er rangt við sögubækurnar og hvers vegna? Hafa sagnfræðingar og fornleifafræðingar vísvitandi verið að ljúga að okkur til að fela forna tækni og aðra hluti sem gætu bætt líf okkar, eða vita þeir einfaldlega ekki betur og fylgja bara sömu möntru og forverar þeirra í starfi hafa gert um aldir alda? Allt þetta og svo margt margt fleira í þessum nýjasta þætti af Álhattinum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“

Leikkona varar við Ozempic og segir fólki að gera þetta í staðinn – „Hlustið á ráð mín“
Fókus
Í gær

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn

Dísa í World Class slösuð á handlegg á afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic

Missti 30 kíló eftir að hann hætti á Ozempic
Fókus
Fyrir 2 dögum

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“

Frosti rifjar upp stóra tónlistarverðlaunamálið – „Í fyrsta skipti þar sem var gerð massíf tilraun til að slaufa mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood

Matt LeBlanc spottaður í nýju dularfullu vinnunni eftir að hafa sagt skilið við Hollywood
Fókus
Fyrir 3 dögum

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba

„Ég er í raun hellamálverk“ – Heillandi föðurráð Bubba