fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Fókus

8 ára drengur með heilaæxli steig á svið – Sjáðu atriðið sem hreyfði við Simon Cowell

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 22. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sautjánda þáttaröð bresku raunveruleikaþáttanna Britain´s Got Talent hóf sýningar á laugardag, en eins og margir þekkja þá snúast þættirnir um að þáttakendur á öllum aldri stíga á svið, ýmist sem einstaklingur, dúett, tríó eða stærri hópur, og framkvæma listir sínar. Má listin sem sett er á svið vera af öllum toga: söngur, dans, töfrabrögð, leiklist og svo framvegis.

Á sunnudagskvöld steig hinn átta ára gamli Ravi á svið með yngri systur sinni og foreldrum þeirra, sem Ravi kynnti fyrir dómurunum fjórum: Simon Cowell, Amanda Holden, Alesha Dixon og Bruno Tonioli.

Það bættist þó verulega í hópinn á sviðinu með Ravi, sem aðspurður um af hverju hann ákvað að taka þátt sagði:

„Ég hef horft á BGT allt mitt líf og langaði alltaf að fara í prufu fyrir þættina. Fyrir tveimur árum greindist ég með heilaæxli og ég er hér til sýna fram á að hvað sem lífið hendir í þig þá getur þú alltaf elt draumana þína.“

Hópurinn kallar sig Ravi’s Dream Team eða Draumalið Ravi og samanstendur af einstaklingum á aldrinum fimm til 78 ára, vinum Ravi, fjölskyldu, kennurum, heilbrigðisstarfsfólki sem sinnti honum í veikindum hans og öðrum börnum sem glímt hafa við heilaæxli.

Hópurinn flutti lagið A Million Dreams úr kvikmyndasöngleiknum The Greatest Showman og er skemmst frá því að segja að Ravi og hans lið heillaði salinn upp úr skónum. Dómarinn Alesha Dixon nýtti sér Gullna hnappinn sem þýðir að Ravi fer beint í úrslit þáttanna.

„Gullni hnappurinn er svo persónulegt val og ég segi alltaf að ég geti bara ýtt á hann þegar það er rétt ákvörðun og þú ert svo merkilegur ungur maður,“ sagði Dixon.

Sjáðu atriðið sem heillaði salinn í BGT og fáðu smá kitl í hjartað og tárakirtlana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“

Starfsfólkið á hótelinu hélt að Lexi væri að grínast – „Ég varð auðvitað lífhræddur og það bætti ekki úr skák að vera í stöðunni sem ég var í“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna

Þess vegna áttu helst að borða hafragraut alla morgna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“

Missti tönn í jólaleik sem „fór úrskeiðis“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku

Sólborg og Ágúst eiga von á stúlku
Fókus
Fyrir 5 dögum

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin

Lovísa Ösp skólar foreldrana til í innkaupunum – Sjáðu myndir bak við tjöldin
Fókus
Fyrir 5 dögum

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina

Emmsjé Gauti ekkert móðgaður yfir gagnrýni Jónasar og svarar með skondnum hætti – Sjáðu myndina