fbpx
Laugardagur 25.maí 2024
Fókus

Segir móður sína stórhættulega í umferðinni – „Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 21. apríl 2024 09:15

Óttast viðkomandi að móðir sín vilji ekki taka strætó.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aldraðir og akstur bíla fara ekkert alltaf vel saman. Á vissum aldri dalar sjónin, heyrnin, viðbragðsflýtirinn og ýmsir öldrunarsjúkdómar geta farið að gera vart við sig. Íslenskur netverji leitaði ráða á samfélagsmiðlum um hvernig hann ætti að fá aldraða móður sína til þess að hætta að keyra.

„Hvernig get ég fengið mömmu til að hætta að keyra?“ spyr Íslendingur í nafnlausri færslu á samfélagsmiðlinum Reddit. „Hún er stórhættuleg í umferðinni. Ef ég myndi laumast til að fjarlægja alla speglana af bílnum þá myndi hún ekki fatta það.“

Hann segir að móðir sín sé að nálgast sjötugt. Hann er ekki bjartsýnn á verkefnið.

„Það yrði held ég vonlaust að sannfæra hana um að nota strætó,“ segir hann.

Mikilvægt að tala um vandann

Líflegar umræður hafa spunnist um færsluna og segjast margir þekkja þetta úr sínu lífi. Ýmis ráð séu til í stöðunni.

„Talaðu við hana og vertu hreinskilin(n),“ segir einn. „Ég gerði það við pabba, hann var atvinnubílstjóri í marga áratugi. Sagði honum „undir rós“ að nú væri hann orðinn einn af köllunum sem hann hefði kvartað yfir síðan ég man eftir mér.“

Þá sé hægt að benda móðurinni á ýmsar samgönguleiðir sem eldri borgarar geti nýtt sér. Til dæmis að sum sveitarfélög niðurgreiði leigubílaferðir fyrir eldri borgara, strætisvagnar séu möguleiki, sem og að fá ættingja til að skutlast með hana.

Bílprófið ekki sjálfsagður hlutur

Annar netverji bendir á að fyrir eldra fólk skipti bíllinn miklu máli hvað varðar sjálfstæðið. Að missa bílinn sé undanfari þess að missa eigin heimili og þurfa að leggjast inn á hjúkrunarheimili.

„Mér fannst amma stórhættuleg í umferðinni og ræddi við pabba um þetta. 12 árum síðar er hún ennþá tjónlaus og ekki orðið völd af tjóni (svo vitað sé),“ segir hann. „Íhugaðu vandlega hvað þú ert að fara fram á og farðu varlega að gömlu.“

Enn annar bendir hins vegar á að bílprófið sé forréttindi en ekki sjálfsagður hlutur. Það geta alltaf orðið alvarleg slys.

„Afi minn hefði löngu átt að vera hættur að keyra og heimilislæknirinn bara stimplaði upp á öll vottorð og allt i gúddí. Enginn vildi taka samtalið en bíllinn hans alsettur i dældum, nudd hér og þar. Ekkert „slys“ samt,“ segir hann. „Spurningin er bara hvenær eitthvað fer nægilega mikið úrskeiðis.“

Svipting ekki einfalt mál

Svipting ökuréttinda er ekki einfalt mál en lögregla getur gert það ef ökumaður uppfyllir ekki lengur skilyrði til að öðlast ökuskírteini. Læknir getur þá ákvarðað að viðkomandi þurfi að fara ökupróf að undangengnu læknisfræðilegu mati.

Ökuskírteini þarf að endurnýja við 70 ára aldur, til nokkurra ára í senn. 80 ára og eldri geta ekki endurnýjað ökuskírteini sitt nema til eins árs í senn.

Samgöngustofa er með leiðbeiningar fyrir eldri ökumenn og hvenær rétt sé að hætta að aka bíl inni á island.is.

„Ef aðrir hafa áhyggjur af hæfni þinni til að aka skaltu taka því alvarlega. Líttu á það sem vísbendingu um umhyggju fyrir þér og áhyggjur af velferð þinni,“ er á meðal ráðlegginga sem standa þar inni.

Hægt er að ræða málið við nánustu aðstandendur, vini, heilbrigðisstarfsfólk eða félagsþjónustu. Einnig að kynna sér fyrirkomulag akstursþjónustu eldri borgara í viðkomandi sveitarfélagi og bera saman kostnaðinn við að reka eigin bíl samanborið við almenningssamgöngur, aksturþjónustu sveitarfélaga eða leigubíl.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“

Kallar hertogaynjuna hræsnara sem sé að kafna úr græðgi – „Vandi Meghan er hvað hún virðist eltast ofstækisfullt við peninga“
Fókus
Í gær

Sölvi lenti í óhugnanlegu atviki – „Hann ætlaði bara að drepa mig“

Sölvi lenti í óhugnanlegu atviki – „Hann ætlaði bara að drepa mig“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund

Nýjar vendingar í stóra vísnamálinu – Kristjáni voru boðnar peningagreiðslur fyrir að halda áfram að yrkja um Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi klámstjarna varar ungar konur við – „Ég gerði hluti sem mér leið illa með“

Fyrrverandi klámstjarna varar ungar konur við – „Ég gerði hluti sem mér leið illa með“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“

Brynjar berst við vambarpúkann – „Það verður einhver annar að taka ábyrgðina“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Afhjúpar með hverjum hún missti meydóminn þegar hún var tvítug

Afhjúpar með hverjum hún missti meydóminn þegar hún var tvítug
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024

Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland 2024
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Drulluskítug og geggjað glöð“

Vikan á Instagram – „Drulluskítug og geggjað glöð“