fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Fókus

Viðurkennir að hafa notað Ozempic til að léttast en þjálfarinn hennar segir lyfið hættulegt og þeir sem nota það latir

Fókus
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rebel Wilson hefur verið áberandi í umræðunni síðustu vikur enda er hún að gefa út og kynna æviminningar sínar þar sem hún lætur ýmislegt flakka.

Um helgina greindi hún frá því að hafa notað sykursýkislyfið Ozempic til að grennast, en leikkonan losaði sig við 35 kg árið 2020.

Einkaþjálfari leikkonunnar var ekki ánægður með þessa játningu. Þjálfarinn, Joni Castano, hefur nefnilega gagnrýnt notkun lyfsins og sakar þá sem nota það um leti og stórkostlegt gáleysi gagnvart eigin heilsu.

Ozempic inniheldur virka efnið semaglútíð sem er sykursýkislyf og líkir eftir náttúrulegu hormóni sem er losað úr þörmum eftir máltíðir og hefur margvísleg áhrif á stjórnun glúkósa og matarlyst. Lyfið veldur líka minniháttar seinkun á magatæmingu fyrst eftir máltíð sem gerir það að verkum að þeir sem taka lyfið finna fyrir seddutilfinningu, minna hungri og minni löngun í fituríkan mat. Það hjálpar líka brisinu að framleiða insúlín.

Með því að taka lyfið enda margir á því að neyta færri hitaeininga yfir daginn þar sem þeir finna síður fyrir hungri. Jono segir þó að það sé mun betra fyrir fólk að draga sjálft úr neyslu hitaeininga. Það krefst aga og þar með sé fólk líklegra til að tileinka sér breyttar neysluvenjur til frambúðar.

„Mér finnst að ef þú t.d. notar Ozempic, þá sértu ekki að fá nægilega mikið af hitaeiningum svo þú léttist klárlega við það. En fyrir mér, persónulega, er þetta alltaf að fara að vera hættulegt hvað varðar að viðhalda árangri til lengri tíma. Mjög hættulegt. Ég held að við þurfum að einbeita okkur á því að finna grunnþörfina fyrir hitaeiningar og skapa svo hitaeiningaskort út frá henni og gera þetta þannig.“

Jono segir að Ozempic og áþekk lyf séu vinsæl þar sem þau tryggi skjótan árangur fyrir fólk sem er latt og nennir ekki að leggja á sig vinnuna við að ná betri heilsu. Með öðrum orðum telur þjálfarinn að þeir sem noti Ozempic séu að stytta sér leið.

Rebel Wilson segir að það hafi verið frjósemislæknir hennar sem ráðlagði henni að léttast. Hún átti erfitt með að verða ólétt og læknirinn taldi að það gæti hjálpað að léttast.

„Einhver eins og ég getur verið með óseðjandi þörf fyrir sætindi svo ég tel þessi lyf vera góð fyrir fólk eins og mig.“

Rebel Wilson segir að margir í kringum hana hafi óttast að þyngdartapið hefði neikvæð áhrif á feril hennar. Hún hafi helst verið ráðin í aukahlutverk sem strámaðurinn: „feiti fyndni vinurinn“ og hafi fólk óttast að án aukakílóa væru engin hlutverk eftir fyrir leikkonuna.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Kelsey svaraði algengustu spurningunni um hjónaband hennar og Hafþórs – „Hann beygir sig“

Kelsey svaraði algengustu spurningunni um hjónaband hennar og Hafþórs – „Hann beygir sig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir

Seldist hratt upp á Nick Cave – Aukatónleikar boðaðir
Fókus
Fyrir 5 dögum

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina

Segir að James sé óþolandi týpa sem kyssti rassa fyrir frægðina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð

Afreksmaður rifjar upp óbærilegar þjáningar föður síns – Styður frumvarp um dánaraðstoð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Óhugur vegna ástarsambands dóttur Russell Simmons og karlmanns sem er 44 árum eldri

Óhugur vegna ástarsambands dóttur Russell Simmons og karlmanns sem er 44 árum eldri
Fókus
Fyrir 5 dögum

Bianca Censori slær öll met – Kviknakin í gegnsæjum „smokkakjól“

Bianca Censori slær öll met – Kviknakin í gegnsæjum „smokkakjól“