fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fókus

Samfélagsmiðlastjarna látin aðeins 36 ára – „Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum“

Fókus
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 11:33

Kyle Marisa Roth.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

TikTok-stjarnan Kyle Marisa Roth er látin, aðeins 36 ára gömul. Fjölskylda hennar tilkynnti um fráfall hennar á samfélagsmiðlum á mánudaginn.

„Kyle, dóttir mín, er látin. Hún sneri mörg ykkar persónulega og önnur á stærri vettvangi,“ sagði móðir hennar, Jaquie Cohen Roth í færslu á LinkedIn.

„Kyle elskaði heitt og lifði af ástríðu. Ég botna ekki í neinu lengur en við munum fá meiri upplýsingar á næstu dögum. Verið góð við hvert annað.“

Systir Kyle, Lindsay Roth, sagði að hún og öll fjölskyldan væru enn „að meðtaka [sviplegt fráfall] hennar og ákveða hvernig við eigum að fagna lífi hennar og heiðra hana almennilega.“

Dánarorsök Kyle hefur ekki verið opinberuð.

Kyle var oft á tíðum frekar umdeild en hún var hvað þekktust fyrir að tjá sig um slúður varðandi fræga fólkið og dreifa kjaftasögum.

Julia Fox og Kyle Marisa Roth

Leikkonan Julia Fox skrifaði við færsluna og minntist Kyle. Ég hitti hana aldrei en mér leið eins og ég þekkti hana,“ sagði hún.

„Ég er svo miður mín og hef verið grátandi síðan ég sá fyrstu fréttirnar um þetta á TikTok. Ég vona að hún hafi ekki þurft að þjást og að hún hafi vitað hvernig hún snerti líf okkar. Hún var sólargeisli og ég mun sakna hennar sárt.“

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Lindsay Roth (@thehighfemme)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár

Saknaðarilmur með flestar tilnefningar til Grímuverðlauna í ár
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí

Nýr og spennandi kafli hjá Dísu og Júlí
Fókus
Fyrir 3 dögum

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis

Landafræðin heldur sumum Íslendingum erlendis
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise

Lýtalæknar afhjúpa ástæðuna á bak við „lafandi“ húð Tom Cruise