fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fókus

Leikkonan stórglæsileg í nýju myndbandi og kom aðdáendum skemmtilega á óvart

Fókus
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Melissa McCarthy kom aðdáendum sínum rækilega á óvart þegar hún birti myndband um helgina. Á myndbandinu spásseraði leikkonan um götur New York borgar og sneri sér svo við til að sýna áletrun aftan á jakka hennar þar sem stóð: The Great American Bitch, eða frábæra ameríska tíkin.

Um er að ræða tilvísun í lag úr nýja Broadway söngleiknum Suffs sem fjallar um kvenréttindabaráttuna í Bandaríkjunum árið 1913 þegar súfragettu-hreyfinginn barðist fyrir því að konur fengju að kjósa. Aðstandendur sýningarinnar segja að þar sé fjallað um merkilegar konur, fullkomlega ófullkomnar, sem börðust fyrir réttindum sem við teljum sjálfsögð í dag. Mikið hafi áunnist í baráttunni á þeirri rúmu öld sem er liðin en stundum er gott að staldra við og líta um farinn veg.

Sjálfsást og rútína

Aðdáendur leikkonunnar fögnuðu því að leikkonan væri að auglýsa söngleikinn, enda sé hann mikilvæg áminning um tíma þar sem konur risu upp og kröfðust sjálfsagðra réttinda. Eins gátu fylgjendur ekki setið á sér og hrósuðu Melissu fyrir hraustlegt útlit. Leikkonan hefur á ferli sínum ítrekað verið spurð út í þyngd sína, en hún er í svokallaðri plús-stærð eins og það er skilgreint í Hollywood. Þyngdin hafi gert að verkum að hún á erfitt með að finna hönnuði til að hanna á hana kjóla fyrir verðlaunahátíðir, og almennt þurfi konur í stærri stærðum að lifa í heimi sem hreinlega reiknar ekki með því að þær séu til sem takmarkar valkosti þegar kemur að fatavali. Hún hafi þó lært að elska líkama sinn. Það hafi tekið tíma og oft hafi hún freistast til að byrja í öfgafullum megrunarkúrum sem hafi leikið heilsu hennar grátt. Eftir að hún kynntist manni sínum og gerðist ráðsett eiginkona hafi hún þó látið allar athugasemdir um líkama hennar sem vind um eyru fara. Hún elskar sjálfa sig, maður hennar elskar hana, og þá skipti álit annarra ekki máli.

Það hafi þó verið fylgikvistur þess að hún fór að elska líkama sinn – að hún léttist. Hún telur að það að losna undan streitu, ná betri svefn og almennt lifa reglusömu lífi hafi verið ástæðan. Þetta sé mögulega ekki spennandi leið til að léttast, enda var hún ekki að reyna það. Árið 2015 tók hún fram að það sé gangur lífsins að þyngjast og léttast. Hún eigi líklega eftir að þyngjast aftur og það sé í góðu lagi. Þessar sveiflur muni fylgja henni út lífið. Hún vakti svo mikla athygli nýlega á Óskarnum fyrir að vera í hreint frábæru formi. Margir veltu því fyrir sér hvort hún hafi byrjað að taka inn megrunarlyfið Ozempic en Melissa segir að líkt og áður sé ekki um neina töfralausn að ræða. Bara kærleikur og sjálfsást sem og heilbrigð rútína.

Konur mega ekki sofna á verðinum

Meðal framleiðenda söngleiksins er engin önnur en Hillary Clinton, en höfundur verksins, Shaina Taub, var undir miklum áhrifum frá Clinton þegar hún samdi verkið. Árið 2016 hafi Taub verið stödd í Harvard háskóla að rannsaka súfragettu-hreyfinguna. Á þessum tíma var talið að Clinton yrði forsetaefni demókrataflokksins og taldi Taub að loks fengju Bandaríkin konu í embætti forseta. Þegar Clinton tapaði varð Taub miður sín. Það síðasta sem hún vildi gera í kjölfarið var að skrifa leikrit um sigurgöngu femínista. En þessi uppgjöf stóð þó ekki lengi þar sem Clinton hélt ræðu eftir ósigurinn þar sem hún hvatti ungar stúlkur til að efast aldrei um að þær eigi skilið að fá tækifæri og möguleika til að uppfylla drauma sína og ná öllum sínum markmiðum.

Clinton sagði í viðtali við New York Times:

„Þegar þú sérð hvað konurnar, sem fjallað er um í Suffs, gengu í gegnum til að öðlast kosningarétt, áróðurinn gegn þeim, mótmæli þeirra, kröfugöngur þeirra, verkföllin, handtökurnar, hungurverkföllin, hvernig þær þurftu að spila pólitíska leikinn bæði innan valdaaflanna sem og utan þeirra til að fá forsetann til að hlusta á kall þeirra, hvernig þær fengu þingið til að samþykkja frumvarpið, fengu ríki Bandaríkjanna til að innleiða réttinn – þegar þú hugsar um allt þetta ferli þá ætti hver sem er að uppgötva hversu mikil forréttindi það eru að mega kjósa.“

Höfundur sýningarinnar, Taub, vill að leikritið minni fólk á erfiðari tíma og hvernig konur gátu bjargað og viðhaldið lýðræðinu og vonandi geti þessi áminning gefið konum von í þeirri baráttu sem framundan er.

Önnur merkileg kona sem kemur að framleiðslunni er engin önnur en baráttukonan og nóbelsverðlaunahafinn Malala Yousafzai.

Leikritið kemur eins og kallað nú á tímum þar sem valdhafar víða í Bandaríkjunum hafa gert aðför að áður sjálfsögðum réttindum kvenna. Bann við þungunarrofi hefur víða verið lögfest og jafnvel er nú sótt að getnaðarvörnum á borð við neyðarpilluna og getnaðarvarnapilluna. Áróður frá íhaldsflokkum er í mikilli dreifingu þar sem alið er á hræðslu við aukaverkanir getnaðarvarna, hlutverk heimavinnandi húsmæðra sett á háan stall og eins er sótt að jaðarsettum hópum á borð við hinsegin-samfélagið og þá einkum að réttindum trans fólks.

Aðstandendur sýningarinnar segja að konur megi ekki sofna á verðinum þegar sótt er að réttindum sem þær börðust svo hart fyrir á sínum tíma. Ef konur slaka á, þá sé hætt við að réttindi verði tekin af þeim. Saga súfragettanna sýni hverju samstaða kvenna og barátta geti áorkað.

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Melissa McCarthy (@melissamccarthy)

 

 

View this post on Instagram

 

A post shared by Melissa McCarthy (@melissamccarthy)

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“

„Ég hefði getað misst allt sem ég átti og hún bjargaði mér þegar hún kom í heiminn“
Fókus
Í gær

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn

Peter Andre gæti fengið sekt vegna þess að hann nefnir ekki dóttur sína – Íslendingar hafa rýmri rétt til að trassa að nefna börn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“

Þurfti að læra að lifa upp á nýtt eftir maníu – „Það er partur af mér að vera með geðhvarfasýki og það er enginn dauðadómur, trúðu mér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma

Emma Stone vill ekki lengur vera kölluð Emma