fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Fókus

Eygló sendi útvarpsstjóra bréf eftir klúðrið um helgina – Þetta er svarið sem hún fékk

Fókus
Mánudaginn 4. mars 2024 12:56

Skjáskot: Söngvakeppnin á YouTube/Facebook

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um vandræði og sérkennilega upplifun við símakosningu eftir Söngvakeppni Sjónvarpsins á laugardaginn.

Margir hafa haft orð á því að þeir hafi reynt að kjósa Bashar Murad en það hafi ekki verið hægt og það hafi birst tilkynning um að símanúmerið sem tilheyrði lagi Bashars væri „suspected spam.“

Sjá einnig: RÚV bíður svara um hvort mistök hafi átt sér stað í símakosningunni

Eygló Jónsdóttir sendi útvarpsstjóra RÚV, Stefáni Eiríkssyni, tölvupóst um málið og birti svar hans í Facebook-hópnum Júróvisjón 2024.

„Allir þurfa nú að tékka á símafyrirtækinu sínu hvort hafi verið skuldfært fyrir þessum atkvæðum sem merkjast rusl eða spam. Ég er sátt að fá svar en samt ekki alveg sátt við að það skuli ekki vera hægt að fá sönnun um að atkvæðin í gegnum appið hafi skilað sér rétt. Maður treystir engu núna,“ skrifaði hún með skjáskoti af svarinu frá Stefáni.

Lestu svarið sem hún fékk hér að neðan.

Skjáskot/Facebook

Sjá einnig: Einn af dómurum Söngvakeppninnar styður sniðgöngu Eurovision – Hera beitt þrýstingi um að stíga til hliðar

Annar netverji bendir á að það virðist bara hafa verið símanúmerið til að kjósa Bashar sem hafi verið „spam“ en ekki símanúmer hinna keppendanna.

„Varnarforritið hafði s.s bara áhrif á kosninganúmerið hans Bashar?,“ spurði netverjinn og birti þessa mynd.

Skjáskot/Facebook

„Já virðist vera. Þess vegna er þetta mjög svo undarlegt,“ svaraði Eygló.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd

Fagnaði 20 ára afmæli Kattarkonunnar fáklædd
Fókus
Fyrir 2 dögum

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur

Veðrið á Íslandi vekur mikla athygli – Margir væru til í að skipta við okkur