fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Eurovision: RÚV bíður svara um hvort mistök hafi átt sér stað í símakosningunni

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 3. mars 2024 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur verið á samfélagsmiðlum um vandræði og sérkennilega upplifun við símakosningu eftir Söngvakeppni Sjónvarpsins í gærkvöld.

Í dag hefur fólk, bæði í ummælum á samfélagsmiðlum og skilaboðum til DV, haft orð á því að er þau reyndu að kjósa Bashar Murad, sem tapaði í kosningaeinvígi sínu við Heru Björk eftir það þau tvö höfðu orðið hlutskörpust fimm flytjenda á lokakvöldinu í fyrri umferð úrslitanna, að þá hafi það ekki verið hægt og hafi birst tilkynning um að símanúmerið sem tilheyrði lagi Bashars væri „suspected spam“.

Áður hefur verið greint frá því að mörgum hafi ekki tekist að greiða Bashar atkvæði með SMS-skilaboðum. Rúnar Freyr Gíslason, framkvæmdastjóri keppninnar, hefur þegar svarað fyrir þær kvartanir, á þann veg að þau gallatilvik hafi verið of fá til að þau gætu hafa haft áhrif á úrslitin. Í svari við fyrirspurn DV um málið í dag segir Rúnar:

„Varðandi þetta atriði, þá er ég búinn að biðja um svör frá okkar samstarfsaðila, Vodafone.“ Er Rúnar þar að svara fyrir þau tilvik þegar númer Bashar er tilkynnt sem ógilt (suspected spam) – Hann vísar að öðru leyti í fyrra svar sitt til RÚV, varðandi kosningu með sms-skilaboðum, en þar segir:

„Svona athugasemdir koma á hverju ári. Við könnum auðvitað alltaf málið. Þessar athugasemdir snúa að þeim sms-atkvæðum sem hægt er að senda í gegnum appið, RÚV Stjörnur. Engar athugasemdir hafa verið gerðar vegna annarra kosningaleiða sem voru í boði.

Við erum núna að skoða með framleiðendum appsins hvort mistök geti hafa átt sér stað og eigum von á niðurstöðum úr þeirri skoðun fljótlega.

En til að taka af allan vafa viljum taka fram að heildarfjöldi sms-atkvæðanna sem þessir tveir keppendur fengu, var ekki það afgerandi að það hefði haft áhrif á úrslitin. Semsagt, þó öll sms atkvæði sem sigurlagið fékk hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti, þá hefði það engu breytt um lokaniðurstöðuna. Fulltrúar Vodafone, sem voru á staðnum alla keppnina og sáu um talningu sms og innhringi-atkvæða fyrir RÚV, staðfesta þetta.

Allar upplýsingar um úrslit kosninganna verða gerðar opinberar við fyrsta tækifæri, eins og RÚV hefur ávallt gert.“

Rúnar vísar einnig í svör Lilju Kristínar Birgisdóttur, forstöðumanns markaðs- og samskiptamála hjá Vodafone, en hún sagði í samtali við RÚV að Vodafone hefði kannað málið í gærkvöld ásamt forsvarsmönnum Söngvakeppninnar.

„Öll okkar kerfi stóðust eins og til var ætlast, þannig að þetta er ekki kerfislægt af hálfu Vodafone,“ sagði Lilja.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Í gær

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum

Stöð 2 veldur Helgu vonbrigðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar

Tommi ómyrkur í máli: Þetta er fólkið sem sagði nei – Banvænt aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar