fbpx
Laugardagur 02.mars 2024
Fókus

Ræðan á Grammy-verðlaunahátíðinni kyndir undir orðrómi um fjölskylduerjur – „Gleymdi ég einhverjum?“

Erla Dóra Magnúsdóttir
Miðvikudaginn 7. febrúar 2024 14:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarkonan Miley Cyrus vann loks til Grammy-verðlauna á dögunum, eftir að hafa alls verið tilnefnd átta sinnum á ferlinum. Eðlilega var þetta mikil gleði, en framkoma tónlistarkonunnar á hátíðinni vakti upp spurningar um hvort allt sé í góðu hjá Cyrus fjölskyldunni. Þegar Miley tók við verðlaununum þakkaði hún móður sinni og systur, síðan spurði hún hvort hún væri að gleyma einhverjum og botnaði svo setninguna með því að taka fram að mögulega hafi hún gleymt nærbuxunum sínum.

Við þetta ráku margir upp stór augu, enda minntist hún í engu á föður sinn, Billy Ray Cyrus, sem spilaði stórt hlutverk í að koma Miley á kortið þegar hann kom henni í þættina Hannan Montana sem þau léku saman í.

Skemmst er að minnast þess að nýlega gekk Billy í hjónaband með áströlsku söngkonunni Firerose, en Miley lét ekki sjá sig í veislunni. Þar með telja margir að deilur hafi sundrað Cyrus fjölskyldunni.

Cyrus-fjölskyldan er engin smásmíði. Þegar foreldra Miley gengu í hjónaband árið 1993 var Miley eins árs og Tish ólétt af yngri bróður hennar, Braison. Sjö mánuðum áður en Miley kom í heiminn hafði fyrrverandi kærasta Billy fætt honum soninn Christopher, og Tish átti fyrir börnin Brandi og Trace úr fyrra sambandi sem Billy svo gekk í föðurstað. Yngsta barnið, söngkonan Noah, kom svo í heiminn árið 2000. Tish og Billy tilkynntu svo 2010 að þau væru að skilja, en svo tóku þau aftur saman ári síðar, skildu að borði og sæng í um mánuð árið 2013 áður en þau tóku aftur saman og skildu svo endanlega árið 2022 eftir að hafa búið í sundur í um tvö ár.

Við skilnaðinn var Miley sjálf fráskilin, en hún hafði gengið að eiga leikarann Liam Hemsworth árið 2018 eftir margra ára haltu-mér-slepptu-mér samband. Ekki dugði hjónabandið til að binda endi á þetta mynstur þeirra og voru þau skilin að borði og sæng 9 mánuðum síðar.

Billy hafði góða ástæðu til að ganga frá lögskilnaði sínum í ágúst 2022, en hann beið ekki eftir að blekið þornaði áður en hann fór á skeljarnar og bað kærustu sinnar, Firerose, sem er 27 árum yngri en hann. Af virðingu við Tish héldu þau trúlofuninni leyndri þar til í nóvember sama ár, en þá opinberaði Tish samband sitt og leikarans Dominic Purcell, sem fór svo sjálfur á skeljarnar í apríl á síðasta ári.

Heimildir herma að Miley sé í skýjunum með að móðir hennar hafi fundið ástina aftur. Dominic sé góður maður og þau séu eins og ástfangnir unglingar saman. Það sama gildi ekki um föður hennar. Miley sé hreint ekki ánægð með nýju stjúpmömmuna, enda eru þær á svipuðum aldri. Miley hafi staðið með móður sinni í gegnum skilnaðinn og hafi þá samband hennar við föður sinn súrnað. Hafa eins gengið sögur um að Billy hafi verið Tish ótrúr með Firerose og því geti Miley ekki hugsað sér að taka henni opnum örmum.

Ræða Miley á Grammy-verðlaunahátíðinni gefur til kynna að ekki sé hlýtt á milli feðginanna, sérstaklega þar sem Miley birti í kjölfarið færslu á samfélagsmiðlum til að þakka fleirum fyrir sem ekki gafst tími til að nefna á sviðinu, en faðir hennar komst ekki í þá upptalningu heldur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“

Opnar sig um ofbeldi í fyrri samböndum – „Ég vil þetta ekki lengur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð

Nýjar upplýsingar um heilsuástand Katrínar eftir að Vilhjálmur þurfti skyndilega að aflýsa komu sinni á viðburð