fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fókus

Tengdarfaðir minn er að gera lífið mitt óbærilega óþægilegt með stöðugum viðreynslum

Fókus
Miðvikudaginn 21. febrúar 2024 21:31

Mynd/benzoix hjá Freepik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesandi DailyMail leitaði til Jane Green, ráðgjafa miðilsins, út af óbærilegum ástæðum í einkalífinu.

„Kæra Jane. Tengdafaðir minn er að gera lífið mitt óbærilega óþægilegt með því að reyna við mig í hvert einasta sinn sem eiginmaður minn yfirgefur herbergið. Við erum búin að vera gift í um þrjá mánuði – en maðurinn minn er búinn að vera kærastinn minn síðan í gaggó svo ég hef þekkt fjölskyldu hans árum saman og alltaf verið náin foreldrum hans.

Nýlega skildu foreldrar hans og þá fór faðir hans að ganga í gegnum það sem stundum er kallað miðaldurskrísu. Hann fór í persónulega yfirhalningu, byrjaði að fara í ræktina og skráði sig á fullt af stefnumótaforritum og í því sem ég get bara kallað ógeðslega vendingu, þá byrjaði hann að viðhafa virkilega óviðeigandi athugasemdir við mig í hvert sinn sem við hittumst.

Þetta byrjaði sakleysislega, ef svo mætti segja. Hann spurði mig hvort mér þætti klippingin hans flott, fötin hans, nýi bíllinn hans og þess háttar. En svo fóru þetta að verða persónulegri athugasemdir.

Hann sagði mér að eiginmaður minn hafi aldrei verið neitt kvennagull og ég yrði mun „fullnægðari“ með reyndari fjölskyldumeðlim. Svo hefur hann ítrekað gert athugasemdir við líkama minn, sagt mér að brjóstin mín séu flott í tilteknum fötum og að hann hefði aldrei skilið við eiginkonu sína ef hún væri með „rass eins og minn“.

Ég reyni að leiða þetta hjá mér því ég vil ekki valda neinni uppákomu eða koma manninum mínum úr jafnvægi en ég er kominn á þann stað að ég þori ekki að vera ein með tengdarföður mínum af ótta við það sem hann gæti sagt. Það er bara ákveðið oft sem ég get slegið hann frá mér í „gríni“ og ég held að þetta sé komið gott.

Hvernig get ég fengið hann til að hætta þessu án þess að valda drama í fjölskyldunni?

Jane var ekkert að skafa utan af því í svari sínu. Þetta væri hreinlega ógeðslegt.

„Þetta er stjarnfræðilega óviðeigandi og rangt á svo marga vegu. Þetta gerir mig svo reiða, fyrir allar konur sem hafa þurft að umbera svona athugasemdir og þvinga fram bros á meðan við látum eins og ekkert sé þrátt fyrir að langa til að kúgast. Nú hættir þú að slá þessu upp í grín. Þú vilt kannski ekki valda neinni uppákomu en þú sér sjálf að þú getur ekki leitt þetta hjá þér endalaust. Vandinn við það að bera ekki hendur fyrir sig, að segja ekki fólki hvenær það er óviðeigandi, er sá að með því að birgja þetta inni þá endum við með því að særa okkur sjálf. Það þarf ekki að vera neitt drama, en það þarf að koma til hugrekki.“

Jane ráðleggur konunni að láta í sér heyra næst þegar tengdafaðir hennar segir eitthvað klúrt og óviðeigandi. Hann þurfi að heyra að þetta sé ekki í lagi og að þú munir ekki umbera þetta lengur.

„Vertu ákveðin. Ef maðurinn þinn veit ekki þegar hvað er í gangi, segðu honum það þá, áður en þú talar við tengdaföður þinn. Kannski er þetta samtal sem eiginmaður þinn vill taka með þér og segja pabba sínum að þetta þurfi að hætta. Ég ætla ekki að ljúga að þér, þetta gæti orðið óþægilegt í einhvern tíma. Fólk sem er vant því að komast upp með slæma hegðun kann því illa að fá loks að heyra það. En það er ekki þitt vandamál. Hvernig hann bregst við því að þú biður hann um að hætta – það er hans vandamál. Ef þetta heldur áfram þá legg ég til að setja öll samskipti við hann í salt þar til og ef hann getur hagað sér eins og maður. Ég óska þér styrks og hugrekkis.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu

Fyrrum ritari staðfestir loks að hafa verið yfirheyrð í eineltisrannsókninni alræmdu
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision

Tekur við af Gísla Marteini sem kynnir Eurovision
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund

Fyrrverandi samskiptastjóri Sigríðar Hrundar styður núna Höllu Hrund
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við

Fylgdi vinsælu heilsuráði og endaði á spítala – Varar aðra við
Fókus
Fyrir 4 dögum

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“

Föðurlausi drengurinn sem setti vikulega á svið leikrit til að fela vanræksluna – „Maður vissi ekkert hverju maður átti von á þann daginn“
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Hver verður næst?“

„Hver verður næst?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“

Vikan á Instagram – „Þvílíkur rússibani“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“

Varð fyrir hrottalegu ofbeldi fimm ára gömul – „Ég var á leið til vinkonu minnar, bankaði á vitlausa hurð“