fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fókus

Ný negla frá Sveindísi Jane

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 09:35

Sæmundur og Sveindís Jane

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný barnabók eftir Sæmund Norðfjörð og Sveindísi Jane Jónsdóttur, leikmann Vfl Wolfsburg í Þýskalandi og íslenska landsliðsins, kemur í búðir 13. og 14. nóvember. Hægt er að tryggja sér eintak í forsölu, strax í dag, inni á www.sveindisjane.is. Bókin ber heitið Sveindís Jane – saga af stelpu í landsliði og vill Sveindís með útgáfu bókarinnar veita ungum lesendum innblástur til að stunda reglubundna hreyfingu. Bókin hvetur lesendur til að eltast við drauma sína og stökkva á tækifæri þrátt fyrir að ýmsar áskoranir kunni að verða á leiðinni. Sveindís segir mikilvægt að efla sjálfsmynd ungmenna, hvetja þau áfram og stuðla að jákvæðum samskiptum í leik og sporti. Reynsla hennar og saga hafi verið innblástur sem bókin byggir á og hún vilji koma á framfæri við ungt fólk, eins og segir í tilkynningu.

„Það er einlæg von mín að bókin sem við Sæmundur skrifuðum verði börnum hvatning til að láta að sér kveða í íþróttum, en sem dæmi þá hóf ég ekki að æfa fótbolta, fyrr en ég var 9 ára. Saga mín í fótboltanum er saga stelpu af Reykjanesi sem var send í markið þar sem enginn hafði trú á mér úti á vellinum. Það átti eftir að breytast og fljótlega eignaðist ég draum um að ná langt í heimi knattspyrnunnar. Nú er ég á góðri leið, spila með einu sterkasta félagsliði heims, hef staðið í víglínu íslenska landsliðsins og framundan eru fleiri ævintýri. Bókin segir sögu mína með skáldlegu ívafi, en aðalatriðin eru til staðar og vonandi veitir bókin lesendum bæði gleði og innblástur,“ segir Sveindís Jane.

Það er LOKI ehf. sem gefur út bókina sem Sveindís vann í samstarfi við Sæmund Norðfjörð framkvæmdastjóra. Hann segir mikilvægt að gefa út aðgengilegar bækur fyrir yngri lesendur, sem feli í sér jákvæð skilaboð og eru um leið skemmtilegar aflestrar.

„Það hefur verið samfellt sólskinsverkefni að vinna að útgáfu bókanna um Sveindísi Jane Jónsdóttur og ég er verulega spenntur fyrir nýju bókinni. Fyrri bókin var önnur mest selda barnabók síðasta árs og fékk mjög lofsamlega dóma. Sú síðari gefur þeirri fyrri ekkert eftir í spennu og almennri skemmtun. Sveindís er góð fyrirmynd innan vallar sem utan og hefur unnið hylli margra helstu sparkspekinga heims fyrir ógnarhraða og marksækni. Ekki síður hefur hún unnið hylli aðdáenda sinna með einlægri og fallegri framkomu. Það er því með miklu stolti sem við hjá LOKA ehf. kynnum nýju bókina. Við erum ekki síst stolt yfir því að gefa út bók sem við teljum að höfði til barna og ýti undir forvitni þeirra og lestraráhuga,“ segir Sæmundur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga

Datt í það í jólapartíi vinnunnar og fór heim með samstarfsfélaga
Fókus
Fyrir 2 dögum

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?

Er Guðjón Heiðar allur þar sem hann er séður?
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“

„Að vera 55 ára og hafa nóg að gera, það er bara geggjað. Það er gjöf.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“

Áramótaspá Ellýjar Ármanns: „Hann ákvað bara þegar hann hitti hana að þetta væri rétta konan“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“

Mikill lestrarhraði Hallgríms vekur athygli – „Þetta kallast lestrarhestur“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér

Erfiðasta æfingin sem þú getur gert heima hjá þér