fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Fókus

Misbauð hegðun áhrifavalds í ræktinni og húðskammaði hana

Fókus
Föstudaginn 29. nóvember 2024 09:00

Skjáskot/TikTok

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski áhrifavaldurinn Joey Swoll er ófeiminn við að taka fyrir áhrifavalda sem haga sér illa í ræktinni. Hann er með yfir 7,9 milljónir fylgjenda á TikTok og 4,7 milljónir á Instagram.

Fyrir stuttu húðskammaði hann áhrifavald sem hann segir að hafi látið eins og algjör forréttindapési í ræktinni.

Fitness áhrifavaldurinn og þjálfarinn Steph McNeil birti myndband á Instagram fyrir nokkrum vikum þar sem hún sýndi hvernig það væri að taka upp myndband í ræktinni klukkan 17:00, sem er yfirleitt háanna tími í flestum líkamsræktarstöðvum.

Sjá einnig: Lét banna áhrifavald í ræktinni eftir að hún tók upp þetta myndband

Í myndbandinu má sjá Steph æfa fyrir framan spegil og gefa öllum þeim sem koma í mynd auga fyrir að „skemma“ upptökuna.

Þessa hegðun tók Joey Swoll ekki í mál og lét hana heyra það. „Þú stilltir símanum þínum upp á handlóðarekka og ert síðan pirruð þegar fólk kemur í mynd þegar það er að ná í handlóð. Í alvöru?!“

@thejoeyswoll When you film in the gym YOU are the inconvenience, NOT the people trying to work out. #gymtok #gym #fyp ♬ original sound – Joey Swoll

Swoll sagði að fólk sem tekur upp myndbönd í ræktinni er að trufla aðra, ekki fólkið sem er að reyna að æfa.

„Ef þú vilt æfa einhvers staðar þar sem enginn mun trufla myndatökurnar þínar, æfðu heima hjá þér!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”

María segist hafa gert þetta til að halda syni sínum á lífi: „Þetta fólk hló framan í mig”
Fókus
Í gær

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum

Misstu samtals yfir 100 kíló á „gamla mátann“ – Gerðu einfaldar breytingar á daglegum venjum
Fókus
Í gær

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Í gær

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um

Þekkir þú fuglakenninguna? – Sambandsprófið sem allir eru að tala um
Fókus
Fyrir 4 dögum

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur

Eiginkona leikarans segir að þetta hafi verið fyrstu merkin um að maður hennar væri alvarlega veikur
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn

Segir einfalda ástæðu fyrir því að Andrés prins og Sarah Ferguson bjuggu áfram saman eftir skilnaðinn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi

Biður fólk um að biðja fyrir dóttur sinni sem var dæmd í fangelsi