fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fókus

Fór að leita að norðurljósum á Íslandi en fann nokkuð enn sjaldséðara

Fókus
Þriðjudaginn 26. nóvember 2024 10:30

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einstaklingur birtir myndband í Reddit-færslu, sem tekið er á akstri viðkomandi um höfuðborgarsvæðið. Viðkomandi segist hafa verið að leita að norðurljósum en í myndbandinu sést hins vegar nokkuð furðulegt og mun sjaldgæfara en norðurljós.

Í myndbandinu sést einstaklingur ganga á gangstétt íklæddur búningi og veifandi geislasverði eins og því sem er eitt helsta einkenni Stjörnustríðskvikmyndanna (e. Star Wars). Segir færsluhöfundur að myndbandið sé tekið klukkan 22:30 að kvöldi til.

Segist færsluhöfundur hafa verið að leita að norðurljósum en fundið í staðinn Jedi-riddara en þeir gegna stóru hlutverki, eins og margir þekkja, í áðurnefndum kvikmyndum.

Einn aðili bendir þó í athugasemd á að miðað við búninginn sé líklega um aðila að ræða sem tilheyri hinni illu reglu Sith-riddara sem eru meðal höfuðandstæðinga Jedi-riddaranna.

Flestir sem skrifa athugasemdir við færsluna eru þó einna áhugasamastir um akstursskilyrði að vetri til á Íslandi. Færsluna, með myndbandinu, má sjá hér fyrir neðan.

 

 

Went to find Borealis… found a Jedi
byu/RozzaRitch inVisitingIceland

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“

Ofurfyrirsætan fækkar fötum – „Ófullkomleiki er það sem gerir okkur fullkomin“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir

Hobbitinn – Einstök perla Tolkien um ævintýraleiðangur, háska og hetjudáðir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“

Linda og Gústi fóru í gegnum lífið hlið við hlið án þess að hittast þar til alheimurinn leiddi þau loks saman – „Við höfum ekki farið í sundur síðan“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?

Allt dramað í Miss Universe-keppninni rakið – Voru úrslitin ákveðin fyrirfram?