fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Ógilda tugþúsundir miða á Oasis tónleika næsta sumar – „Svona fer græðgin með mann“

Kristinn H. Guðnason
Þriðjudaginn 29. október 2024 15:30

Oasis eru eftirsóttir. Mynd/Simon Emmett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tugþúsundir miða á tónleika bresku rokksveitarinnar Oasis verða ógiltir og sitja aðdáendur sem keyptu þá eftir með sárt ennið. Um er að ræða miða sem voru ekki keyptir hjá opinberum miðasölum heldur hjá þeim sem áframselja miða.

Breska blaðið The Mirror greinir frá þessu.

Mikið hefur verið skrifað og skrafað um tónleikaferðalag Oasis næsta sumar. En þetta er í fyrsta skipti í fimmtán ár sem bræðurnir Liam og Noel Gallagher munu sjást saman á sviði. Milljónir aðdáenda hafa slegist um miða og færri komast að en vilja.

Ýmislegt hefur gengið á. Meðal annars bilaði sölukerfið þannig stór hluti aðdáenda átti aldrei möguleika á að fá miða þegar þeir voru settir í sölu. Þá olli verðið ólgu, en það hækkaði í takt við eftirspurn.

50 þúsund miðar ógiltir

Nú eru enn ein vandræðin komin upp því að tónleikahaldararnir sem sjá um tónleikana, Live  Nation og SJM, hafa tilkynnt að miðar sem keyptir hafa verið hjá Viagogo og fleiri síðum sem áframselja tónleikamiða verði ógiltir.

Sjá einnig:

Miðar á Oasis fara í sölu um helgina – Þetta er miðaverðið

Um er að ræða meira en 50 þúsund miða, eða um 4 prósent allra miða. Að sögn tónleikahaldaranna verða miðarnir settir aftur í sölu á opinberum miðasölusíðum.

Að sögn þeirra kemur skýrt fram í skilmálum að ekki megi endurselja miðanna. Ekki gangi að endursölusíður hagnist margfallt á miðunum. Eru aðdáendur almennt varaðir við að kaupa miða af endursölusíðum. Þeir miðar geti verið falsaðir eða þá að þeir verði gerðir ógiltir, eins og í þessu tilviki.

Kjánalegt rugl

Matt Drew, forstjóri Viagogo hefur hins vegar gagnrýnt ákvörðunina harkalega. Sagði hann að aðeins um 2 prósent miða hefðu endað á síðum eins og Viagogo og Stubhub.

„Við munum halda áfram að selja miða eins og reglur segja til um. Við erum að þjónusta viðskiptavini í þörf og við munum hala því áfram,“ sagði Drew.

Þá hafa viðbrögð margra aðdáenda verið blendin. Hafa margir þeirra látið gamminn geisa á samfélagsmiðlum.

„En kjánalegt rugl. Svona fer græðgin með mann,“ sagði einn á samfélagsmiðlinum X. „Þvílíkt vesen til þess eins að sjá tvo miðaldra karla syngja lög sem allir kunna,“ sagði annar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný