fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
Fókus

Söngelskir dúkarar í Eyjum slá í gegn – „Það allra besta á internetinu í dag!!“

Ragna Gestsdóttir
Föstudaginn 18. október 2024 17:30

Friðrik Már, Theodór og Hannes

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Kæru vinir föstudagsfiðringurinn enn og aftur hjá okkur strákunum í GlacierGuys. Við höfum ákveðið að tilheyra daginn okkar ástkæru hljómsveit NýDönsk,“ segir Hannes Gústafsson.

Hann ásamt Friðriki Má Sigurðssyni og Theodóri Sigurbjörnssyni eru söngelskir dúkarar í Vestmannaeyjum, sem vinna við að dúka ásamt allri almennri gólfvinnu að sögn Friðriks Más; flotun, flísalagnir, teppalagnir og fleira hjá fyrirtækinu H Harði.

Þremenningarnir birtu fyrr í dag myndband þar sem þeir taka lag Nýdanskrar, Fullkomið farartæki.

„Þetta er fimmta lagið sem við gefum út á samfélagsmiðlum segir Friðrik Már í stuttu spjalli við DV. Aðspurður um hvort að kór eða annað slíkt fái að njóta sönghæfileika neitar hann.

„Nei nei ekkert þannig bara almenn vitleysa í okkur. Hafa gaman af lífinu.“

Í myndbandinu segir Hannes að þeim félögunum hafi ekkert litist á áhorfstölurnar hjá Nýdanskri.

„Þannig að við ætlum að vinda okkar kvæði í kross og tileinka lagið Nýdönskgæjanum sjálfum.“

Strákarnir þakka fyrir áhorfið og biður Hannes fólk um að fara í símana og kjósa strákana og gefa þeim góðar athugasemdir.

Myndbandið hefur fallið í kramið hjá áhorfendum sem vilja einhverjir sjá strákana í kór Landakirkju, á tónleikum eða í Eurovision. Einn leggur til að Nýdönsk hiti upp fyrir þá á tónleikum. Orðin meistarar, snillingar, geggjaðir fljúga í athugasemdum. Og svo fór að sjálf Nýdönsk rakst á myndbandið og deildi á Facebooksíðu sína með orðunum „Hér eru miklir meistarar á ferðinni!“

„Tilnefndir fyrir besta cover-flutninginn á næstu hlustendaverðlaunum,“ skrifar einn og nokkrir vilja vita hvar skyrturnar fást.

Þar á undan tóku strákarnir Man in the Mirror með Michael Jackson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota

Sofnaðu á 2 mínútum – Aðferðin sem hermenn nota
Fókus
Fyrir 2 dögum

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm

Katrín braut konunglegar siðareglur – Ástæðan sorgleg og hjartnæm
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars

Mobb Deep með tónleika á Íslandi í mars
Fókus
Fyrir 2 dögum

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“

Egill varpaði sprengju um jólalög og margir tóku undir – „Þetta er komið út í algjöra dellu“
Fókus
Fyrir 3 dögum

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna

The Simpsons drap eina af elstu persónum þáttanna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?

Stóru spurningunni svarað: Á að skola sveppi fyrir eldun?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“

Linda Pé: „Það var ein af mest mótandi ákvörðunum sem ég tók sem ung kona“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram

Ferðamaður sýnir muninn á Íslandi í raunveruleikanum og á Instagram