Hanna Rún og Nikita eiga saman tvö börn, Vladimir Óla og Kíru Sif, sem komu með til Þýskalands.
„[Krakkarnir] komu með og ég er svo lánsöm að eiga foreldra sem hafa stutt mig 110% áfram í dansinum frá því ég byrjaði að æfa dans fyrir 30 árum og gera enn. Þau komu með á mótið til að sjá til þess að Vladimir og Kíra væru í öruggum höndum á meðan við vorum á gólfinu. Alveg ómetanlegt að standa á keppnisgólfinu og sjá börnin okkar, mömmu og pabba öll að kalla og hvetja okkur áfram með íslenska fánann og fá svo knús á milli dansa til að fylla á tankinn,“ skrifar Hanna Rún í færslu á Instagram.
„Þúsund þakkir þið öll sem hafið gefið ykkur tíma og sent okkur hamingju óskir og falleg skilaboð.“
Hún birti nokkrar myndir frá mótinu sem má sjá hér að neðan. Prófaðu að endurhlaða síðuna ef þú sérð ekki færsluna, til að sjá fleiri myndir smelltu á örina.
View this post on Instagram
Hanna Rún var gestur í Fókus, spjallþætti DV, í loks árs 2023 og fór meðal annars yfir dansferilinn og fyrstu kynni hennar og Nikita.
Hanna byrjaði að æfa dans aðeins fjögurra ára gömul og vissi strax að það væri ekki aftur snúið. Síðan þá hefur hún landað hverjum titlinum á fætur öðrum og er í dag með fremstu samkvæmisdönsurum í heimi.
Hjónin kynntust árið 2013. Þau byrjuðu sem dansfélagar en áttuðu sig fljótlega á því að þau væru meira en bara dansfélagar. Þau hafa nú verið gift í rúmlega níu ár og eiga saman tvö börn.