fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fókus

Lögmaður P. Diddy segir að þetta sé erfiðast fyrir hann í fangelsinu

Fókus
Föstudaginn 11. október 2024 13:30

Sean Diddy Combs. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmógúllinn P. Diddy á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og situr á bak við lás og slá eftir að dómari neitaði því að hann gæti fengi lausn gegn tryggingu.

Frá því um miðjan september hefur P. Diddy því setið í Metropolitan-afplánunarfangelsinu í Brooklyn og er útlit fyrir að þar verði hann fram yfir áramót hið minnsta.

Lögmaður P. Diddy ræddi við fjölmiðla í gær þar sem hann var meðal annars spurður að því hvað hefði verið erfiðast fyrir tónlistarmanninn í fangelsinu.

„Ég held að maturinn sé sennilega það erfiðasta fyrir hann,“ sagði lögmaðurinn, Marc Angifilo, samkvæmt frétt New York Post.

Post greindi frá því á dögunum að fyrsta daginn í fangelsinu hefði hann getað valið á milli þess að fá sænskar kjötbollur eða svartbaunaborgara. Með þessum máltíðum gat hann svo valið um að fá aukalega eggjanúðlur, grænar baunir eða salat.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hegðun tónlistarmannsins að undanförnu, en hann hefur sem kunnugt er verið ákærður fyrir kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Hafa margar konur stigið fram og sakað hann um brot gegn sér. Er hann meðal annars sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga.

Búist er við því að réttarhöld í máli tónlistarmannsins hefjist í byrjun maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali

Systir Biöncu Censori fetar í hennar fótspor með djörfu fatavali
Fókus
Í gær

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo

Hneyksluð yfir verðinu á Starbucks – Þetta borgaði hún fyrir tvo
Fókus
Fyrir 2 dögum

Það vex á mér vömbin og spikið!

Það vex á mér vömbin og spikið!
Fókus
Fyrir 2 dögum

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“

Konungsfjölskyldan enn og aftur sögð brjáluð út í Harry Bretaprins eftir nýlegt viðtal – „Harry kann ekki að þegja“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði

Nýtt myndband af stjörnuhjónunum vekur mikla reiði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn

Gugga Lísa sleppir takinu á sorginni og kveður móður sína í hinsta sinn
Fókus
Fyrir 3 dögum

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig

Sjaldséð sjón: Mary-Kate og Ashley létu sjá sig