fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fókus

Lögmaður P. Diddy segir að þetta sé erfiðast fyrir hann í fangelsinu

Fókus
Föstudaginn 11. október 2024 13:30

Sean Diddy Combs. Mynd/Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríski tónlistarmógúllinn P. Diddy á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir og situr á bak við lás og slá eftir að dómari neitaði því að hann gæti fengi lausn gegn tryggingu.

Frá því um miðjan september hefur P. Diddy því setið í Metropolitan-afplánunarfangelsinu í Brooklyn og er útlit fyrir að þar verði hann fram yfir áramót hið minnsta.

Lögmaður P. Diddy ræddi við fjölmiðla í gær þar sem hann var meðal annars spurður að því hvað hefði verið erfiðast fyrir tónlistarmanninn í fangelsinu.

„Ég held að maturinn sé sennilega það erfiðasta fyrir hann,“ sagði lögmaðurinn, Marc Angifilo, samkvæmt frétt New York Post.

Post greindi frá því á dögunum að fyrsta daginn í fangelsinu hefði hann getað valið á milli þess að fá sænskar kjötbollur eða svartbaunaborgara. Með þessum máltíðum gat hann svo valið um að fá aukalega eggjanúðlur, grænar baunir eða salat.

Mikið hefur verið rætt og ritað um hegðun tónlistarmannsins að undanförnu, en hann hefur sem kunnugt er verið ákærður fyrir kynferðisbrot, mansal og kynlífsþrælkun. Hafa margar konur stigið fram og sakað hann um brot gegn sér. Er hann meðal annars sagður hafa þvingað konur og kynlífsverkafólk til að taka þátt í kynsvalli sem hann hélt fyrir nafntogaða einstaklinga.

Búist er við því að réttarhöld í máli tónlistarmannsins hefjist í byrjun maí næstkomandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“

Jón Gnarr birtir mynd úr bílnum sínum: „Mitt ADHD í hnotskurn“
Fókus
Í gær

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“

Birgitta Líf er á Spáni: „Staðan í einu búðinni sem var opin nálægt var eins og fyrir dómsdag“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir

Daniel náði ótrúlegum árangri og umbreytti lífi sínu – „Ég sé tvo menn. Og mig langar að kveðja annan þeirra. Fyrir fullt og allt“ – Myndir
Fókus
Fyrir 3 dögum

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik

Gaman að geta haldið uppi stuðinu með gítarleik
Fókus
Fyrir 4 dögum

Birgitta Líf og Enok hætt saman

Birgitta Líf og Enok hætt saman
Fókus
Fyrir 5 dögum

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný

Birti nektarmynd eftir að rifrildi við tengdamömmuna virðist hafa blossað upp á ný