fbpx
Laugardagur 01.nóvember 2025
Fókus

Móðir sem fór í Disney World en skildi börnin eftir heima skiptir fólki í tvö lið

Fókus
Mánudaginn 2. september 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að móðir ein í Bandaríkjunum hafi vakið umtal á samfélagsmiðlum eftir að hún tók þá ákvörðun að fara ein í Disney World og skilja börnin sín tvö eftir heima.

Konan sem um ræðir heitir Maddie og er þrítug og þykir henni fátt skemmtilegra en að fara í Disney World eða Universal Studios, tvo af þekktustu skemmtigörðum Bandaríkjanna.

Hún segist fara reglulega með börnin sín í garðana en það sé líka í góðu lagi að leyfa sér að fara án þeirra.

„Það er svo gott að sleppa stundum af sér beislinu og vera barn án barnanna,“ segir hún og miðað við myndir sem hún birti á samfélagsmiðlum skemmti hún sér konunglega. Þegar hún kvaddi börnin virðist þó hafa komið yfir hana samviskubit, eða mömmviskubit eins og það er stundum kallað, sem entist þó ekki lengi miðað við myndirnar sem hún birti.

Netverjar höfðu skoðun á þessu eins og öllu öðru og fannst sumum það kaldhæðnislegt hjá mömmunni að taka sér frí frá börnunum og fara á stað sem er stútfullur af börnum og einkum hugsaður fyrir börnin.

Einn sagði að þetta væri eins og fara í verslunarmiðstöð um jólin, setjast í kjöltu jólasveinsins og taka mynd á meðan börnin bíða heima.

Maddie lét þó alla gagnrýni sem vind um eyru þjóta og sagði að henni bæri alls engin skylda að taka börnin sín með í öll frí. „Hugtakið fjölskyldufrí er til af ástæðu,“ sagði hún.

Sumir tóku undir með Maddie og bentu á að þó hún væri að fara á „barnvænan stað“ þyrfti hún ekki endilega að taka börnin með. „Það er gott fyrir mömmur að fá smá frí og það er líka gott fyrir börnin að læra að þau geta ekki gert allt það skemmtilega sem þau heyra um. Ég sé ekki vandamálið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“

Hafði ekki hugmynd um áform kærastans á Íslandi – „Ég var að gera hann stressaðan“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“

Franska forsetafrúin í öngum sínum yfir samsæriskenningu – „Hún getur ekki leitt þennan hrylling hjá sér“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn

Vill breyta nafni dóttur sinnar eftir nauðgunardóminn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“

Hallgrímur lýsir hremmingum sínum í umferðinni í dag – „Leiðin gekk ljómandi vel, meðalhraði var u.þ.b. 7 km á klst.“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”

Páll Óskar fékk taugaáfall þegar hann las nýja frétt um andlát vinar síns – „Ég gat ekki gert neitt. Ég gat varla staðið upp úr sófanum”
Fókus
Fyrir 5 dögum

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025

Þórdís Dröfn hlýtur Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2025
Fókus
Fyrir 5 dögum

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda

Búningur Sunnevu vakti athygli stórstjörnu – Deildi mynd af henni með milljónum fylgjenda
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“

Gerður missti son sinn: „Ég talaði við hann á föstudeginum og þá var hann búinn að segja öllum hversu illa honum liði“